Það er orðið vandræðalega langt síðan ég henti inn uppskrift & ég ákvað því að skella í eina bombu rétt fyrir jólin. Þessi er tilvalin fyrir jólaboðin, ekki of sæt en nógu sæt.
Rice Krispies botn
80 gr smjörlíki
100 gr suðusúkkulaði
1/2 poki af rjóma töggum frá Nóa
2 msk sýróp
180 gr rice krispies
Aðferð:
- Setjið smjörlíkið og suðusúkkulaðið saman í pott og bræðið.
- Bætið við rjóma töggum og sýrópi.
- Takið pottin af hita og bætið rice krispies út í. Blandið vel með sleif og komið fyrir í bökunarformi.
- Ég notaðist við 24cm form og mér finnst best að setja bökunarpappír ofan í formið svo auðvelt sé að losa botnin úr.
- Geymt í frysti á meðan að þið útbúið restina af kökunni.
Marengsbotn
200 gr sykur
3 eggjahvítur
2 risa hraun
Aðferð:
- Setjið sykur & eggjahvítur saman í skál og stífþeytið.
- Á meðan er gott að skera niður hraunbitana.
- Þegar eggin og sykurinn eru orðin stífþeytt þá má bæta við hraunbitunum. Blandið varlega saman við með sleikju.
- Þessu er svo dreift á bökunarpappír og inn í ofn. Ég tók bökunarformið sem ég setti rice krispies botnin út og strikaði eftir því á bökunarpappírinn.
- Ofnin stilltur á 150°c og botninn bakaður í ca. 40min.
Ofan á kökuna
280 ml rjómi
100 gr appelsínusúkkulaði
1 askja af jarðaberjum
2 stór Twix
1/2 marengsbotninn
Aðferð:
- Takið rice krispies botnin úr frysti og losið hann úr forminu á kökudisk.
- Þeytið rjómann og dreifið yfir botninn.
- Eftir að marengsbotninn hafði kólnað í ca. 30min þá braut ég hann niður og dreifði yfir rjómann.
- Twixið skar ég gróft og dreifði yfir með marengsinum.
- Skar jarðaberin til helminga og stillti þeim ofan á rjómann.
- Seinast bræddi ég appelsínusúkkulaðið í potti með smá rjóma. Dreifði svo vel yfir kökuna.
Verði ykkur að góðu
erlaguðmundsdóttir