Dásamlegur eftirréttur m/appelsínusúkkulaði

photo-25-02-2017-10-59-32

photo-25-02-2017-10-59-27

Ég lofaði víst uppskrift af þessum dásemdar eftirrétt. Ef þið eruð sjúk í appelsínusúkkulaði líkt og ég, þá mæli ég hiklaust með að prufa þennan.
Þessi uppskrift dugar í allt að 6-8 glös.

photo-25-02-2017-10-44-39

Botn

200 gr McVites hafrakex
100 gr sjávarsalt & karamellu súkkulaði frá Nóa Síríus
90-100 gr íslenskt smjör (mjúkt – má sleppa)

Aðferð:

  1. Myljið kexið niður í matvinnsluvél, frekar fínt.
  2. Bætið súkkulaðinu út í og látið matvinnsluvélina saxa það.
  3. Ef þið ætlið ykkur að búa til köku útfrá þessari uppskrift þá mæli ég með að hafa smjörið í uppskriftinni og bæta því þá síðast við í matvinnsluvélina. En ef þið ætlið að gera í glösum þá mæli ég með því að sleppa smjörinu. Mér fannst botninn verða of harður í glösunum þegar ég hafði smjörið með í uppskriftinni og hefði eftir á að hyggja viljað sleppa því.
  4. Setjið vel af kexi í botninn á glösunum og setjið til hliðar.

photo-25-02-2017-10-33-21

Appelsínusúkkulaði ostafylling

225 gr Philadelphia rjómaostur 
200 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
150 gr appelsínusúkkulaði 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði.
  2. Gott er að skella rjómanum í hrærivélaskálina og láta hann þeytast á meðan. Þegar hann er klár er hann settur til hliðar.
  3. Því næst set ég rjómaostin í skál ásamt flórsykrinum og vanillusykrinum og hræri vel.
  4. Bæti næst súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna og blanda því vel saman.
  5. Seinast bæti ég rjómanum varlega saman við með sleikju.
  6. Þá er fyllingin klár og ekkert eftir nema að dreifa henni í glösin sem þið voruð búin að setja botnin í.

Því næst skreiti ég glösin með jarðaberjum og smá súkkulaði. Þetta geymist í kæli í ca. 3-4 klst, en þá ætti eftirétturinn að vera klár.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s