Ég lofaði víst uppskrift af þessum dásemdar eftirrétt. Ef þið eruð sjúk í appelsínusúkkulaði líkt og ég, þá mæli ég hiklaust með að prufa þennan.
Þessi uppskrift dugar í allt að 6-8 glös.
Botn
200 gr McVites hafrakex
100 gr sjávarsalt & karamellu súkkulaði frá Nóa Síríus
90-100 gr íslenskt smjör (mjúkt – má sleppa)
Aðferð:
- Myljið kexið niður í matvinnsluvél, frekar fínt.
- Bætið súkkulaðinu út í og látið matvinnsluvélina saxa það.
- Ef þið ætlið ykkur að búa til köku útfrá þessari uppskrift þá mæli ég með að hafa smjörið í uppskriftinni og bæta því þá síðast við í matvinnsluvélina. En ef þið ætlið að gera í glösum þá mæli ég með því að sleppa smjörinu. Mér fannst botninn verða of harður í glösunum þegar ég hafði smjörið með í uppskriftinni og hefði eftir á að hyggja viljað sleppa því.
- Setjið vel af kexi í botninn á glösunum og setjið til hliðar.
Appelsínusúkkulaði ostafylling
225 gr Philadelphia rjómaostur
200 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
150 gr appelsínusúkkulaði
Aðferð:
- Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði.
- Gott er að skella rjómanum í hrærivélaskálina og láta hann þeytast á meðan. Þegar hann er klár er hann settur til hliðar.
- Því næst set ég rjómaostin í skál ásamt flórsykrinum og vanillusykrinum og hræri vel.
- Bæti næst súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna og blanda því vel saman.
- Seinast bæti ég rjómanum varlega saman við með sleikju.
- Þá er fyllingin klár og ekkert eftir nema að dreifa henni í glösin sem þið voruð búin að setja botnin í.
Því næst skreiti ég glösin með jarðaberjum og smá súkkulaði. Þetta geymist í kæli í ca. 3-4 klst, en þá ætti eftirétturinn að vera klár.
Verði ykkur að góðu
erlaguðmundsdóttir