Mjúkir kanilsnúðar m/saltkaramellusúkkulaði

Photo 02-04-2017, 19 53 16

Kanilsnúðar

2 ½ tsk ger
450 ml mjólk
800 gr hveiti
2 dl sykur
1 tsk sjávarsalt
160 gr mjúkt íslenskt smjör

Aðferð:

  1.  Velgið mjólkina í potti við vægan hita eða með því að skella henni inn í örbylgjuofn.
  2. Setjið gerið saman við mjólkina og látið standa í smá stund. Gott að blanda þurrefnunum saman í skál á meðan.
  3. Setjið hveiti, sykur og salt saman í skál & hrærið.
  4. Bætið smjörinu saman við. Þar sem ég gleymdi að taka það út úr ísskápnum til þess að mýkja það, þá skellti ég því í skál og inn í örbylgjuofn í ca 15 – 20 sec.
  5. Því næst blandið þið mjólkinni og gerinu saman við deigið.
  6. Notið hnoðaragræjuna á hrærivélinni og hnoðið vel.
  7. Deigið er látið hefast í skálinni í ca. klst með volgu og röku viskustykki yfir skálinni. Einnig er gott er að setja smá hveiti í botninn svo deigið festist ekki við.

Photo 02-04-2017, 18 03 49

Kanilsykursfylling

4 dl sykur
3 – 4 msk kanill (fer eftir smekk)
100 gr brætt íslenskt smjör

Aðferð:

  1. Setjið sykur og kanil saman í skál og blandið vel.
  2. Bræðið smjörið í potti eða inn í örbylgjuofni.
  3. Þegar kanilsnúðadeigið er tilbúið, þá er gott að skipta því í 3 hluta & fletja út einn hlut í einu.
  4. Smyrjið smjörinu vel yfir deigflötinn og stráið síðan kanilsykri yfir. Ég persónulega elska kanilsykur svo ég setti vel af honum yfir deigið.
  5. Rúllið fletinum upp og skerið í sneiðar. Ég hafði sneiðarnar frekar þykkar svo ég fengi frekar stærri snúða en minni.
  6. Skellið snúðunum á plötu með bökunarpappír. Ég braut niður 1 egg og pennslaði yfir snúðana, en það er ekki nauðsynlegt.
  7. Hitið ofninn í 220 gráður og bakið í 8 – 10 min. Gott er að fylgjast með þeim því stundum þurfa þeir styttri tíma.

Photo 02-04-2017, 18 07 32

Photo 02-04-2017, 18 10 00

Photo 02-04-2017, 19 15 02

Saltkaramellusúkkulaði

300 gr Saltkaramellusúkkulaði frá Nóa Síríus
100 ml rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið með rjómanum í potti, ef ykkur finnst súkkulaðið ekki nógu þunnt þá er um að gera að bæta við meiri rjóma.
  2. Dreifið súkkulaðinu yfir snúðana með msk. Ég setti u.þ.b. 1 msk af súkkulaði yfir hvern snúð.
  3. Mér fannst best að geyma snúðana inn í ísskap upp á að hafa karamelluna sem besta.

Photo 02-04-2017, 19 15 20

Photo 02-04-2017, 19 52 33

Njótið & verði ykkur að góðu
erlaguðmunds

Dásamlegur eftirréttur m/appelsínusúkkulaði

photo-25-02-2017-10-59-32

photo-25-02-2017-10-59-27

Ég lofaði víst uppskrift af þessum dásemdar eftirrétt. Ef þið eruð sjúk í appelsínusúkkulaði líkt og ég, þá mæli ég hiklaust með að prufa þennan.
Þessi uppskrift dugar í allt að 6-8 glös.

photo-25-02-2017-10-44-39

Botn

200 gr McVites hafrakex
100 gr sjávarsalt & karamellu súkkulaði frá Nóa Síríus
90-100 gr íslenskt smjör (mjúkt – má sleppa)

Aðferð:

  1. Myljið kexið niður í matvinnsluvél, frekar fínt.
  2. Bætið súkkulaðinu út í og látið matvinnsluvélina saxa það.
  3. Ef þið ætlið ykkur að búa til köku útfrá þessari uppskrift þá mæli ég með að hafa smjörið í uppskriftinni og bæta því þá síðast við í matvinnsluvélina. En ef þið ætlið að gera í glösum þá mæli ég með því að sleppa smjörinu. Mér fannst botninn verða of harður í glösunum þegar ég hafði smjörið með í uppskriftinni og hefði eftir á að hyggja viljað sleppa því.
  4. Setjið vel af kexi í botninn á glösunum og setjið til hliðar.

photo-25-02-2017-10-33-21

Appelsínusúkkulaði ostafylling

225 gr Philadelphia rjómaostur 
200 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
150 gr appelsínusúkkulaði 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði.
  2. Gott er að skella rjómanum í hrærivélaskálina og láta hann þeytast á meðan. Þegar hann er klár er hann settur til hliðar.
  3. Því næst set ég rjómaostin í skál ásamt flórsykrinum og vanillusykrinum og hræri vel.
  4. Bæti næst súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna og blanda því vel saman.
  5. Seinast bæti ég rjómanum varlega saman við með sleikju.
  6. Þá er fyllingin klár og ekkert eftir nema að dreifa henni í glösin sem þið voruð búin að setja botnin í.

Því næst skreiti ég glösin með jarðaberjum og smá súkkulaði. Þetta geymist í kæli í ca. 3-4 klst, en þá ætti eftirétturinn að vera klár.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Brunch

photo-25-02-2017-12-23-37

Mig langaði að prufa að búa til almennilegan Brunch svo ég bauð vinkonu minni, bróðir mínum og litla skottinu þeirra í smá laugardagsbrunch. Tók mig ekki nema 1 & 1/2 klst að útbúa herlegheitin + eftirrétt, kærastinn var góð hjálparhönd.
Við buðum til að mynda upp á:

Ofnbakað beikon
Eggjahræru m/ mexíkóost
Ávaxtabakka
Amerískar pönnukökur m/ oreosúkkulaði
Graflax á kexi
Bakarísbrauð og með því
Appelsínusúkkulaði ostaköku

photo-25-02-2017-12-14-13

Uppskrift af Amerísku pönnukökunum:

2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
2 msk sykur
2 dl mjólk
2 egg
2 msk olía
1 stk milka oreosúkkulaði (niðurbrytjað)

Öllu blandað saman, nema súkkulaðinu, í hrærivélaskál og hrært vel saman. Gott að brytja súkkulaðið niður á meðan og bæta því svo við deigið. Hitið pönnuna vel með smá olíu á en lækkið hitan niður í ca. 5 þegar þið farið að baka pönnsurnar. Ég setti ca. 2 msk ef deigi á pönnuna, bakaði vel einum megin eða þar til hægt var að snúa pönnsunni við og bakaði hinum megin í ca hálfa mínútu.
Hrikalega góðar með Nutella og jarðaberjum eða bara með góðu hlynsýrópi.

Eggjahræra m/ mexikóost
(fyrir ca. 4)

7 millistór egg
slatti af pipar
smá Aromat krydd
lúka af rifnum mexikóost

Þessu eru öllu bara skellt saman í skál og hrært saman með gaffli. Síðan hellið þið þessu á heita pönnuna með smá olíu á og hrærið í þar til eggin eru tilbúin.

photo-25-02-2017-12-28-41

photo-25-02-2017-12-23-49

photo-25-02-2017-12-28-47

photo-25-02-2017-11-37-55

photo-25-02-2017-11-38-42

photo-25-02-2017-10-59-32

Ég mun svo skella í nýtt blogg eftir helgi með uppskrift af þessum dásemdar eftirrétt.

erlaguðmundsdóttir

Karamelluterta m/marengs

photo-18-12-2016-16-31-14

Það er orðið vandræðalega langt síðan ég henti inn uppskrift & ég ákvað því að skella í eina bombu rétt fyrir jólin. Þessi er tilvalin fyrir jólaboðin, ekki of sæt en nógu sæt.

Rice Krispies botn

80 gr smjörlíki
100 gr suðusúkkulaði
1/2 poki af rjóma töggum frá Nóa
2 msk sýróp
180 gr rice krispies

photo-18-12-2016-01-07-14

Aðferð:

  1. Setjið smjörlíkið og suðusúkkulaðið saman í pott og bræðið.
  2. Bætið við rjóma töggum og sýrópi.
  3. Takið pottin af hita og bætið rice krispies út í. Blandið vel með sleif og komið fyrir í bökunarformi.
  4. Ég notaðist við 24cm form og mér finnst best að setja bökunarpappír ofan í formið svo auðvelt sé að losa botnin úr.
  5. Geymt í frysti á meðan að þið útbúið restina af kökunni.


Marengsbotn

200 gr sykur
3 eggjahvítur
2 risa hraun

photo-18-12-2016-01-32-31

Aðferð:

  1. Setjið sykur & eggjahvítur saman í skál og stífþeytið.
  2. Á meðan er gott að skera niður hraunbitana.
  3. Þegar eggin og sykurinn eru orðin stífþeytt þá má bæta við hraunbitunum. Blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Þessu er svo dreift á bökunarpappír og inn í ofn. Ég tók bökunarformið sem ég setti rice krispies botnin út og strikaði eftir því á bökunarpappírinn.
  5. Ofnin stilltur á 150°c og botninn bakaður í ca. 40min.

photo-18-12-2016-01-43-08

photo-18-12-2016-01-44-22

photo-18-12-2016-01-46-18

Ofan á kökuna

280 ml rjómi
100 gr appelsínusúkkulaði
1 askja af jarðaberjum
2 stór Twix
1/2 marengsbotninn

photo-18-12-2016-02-51-05

Aðferð:

  1. Takið rice krispies botnin úr frysti og losið hann úr forminu á kökudisk.
  2. Þeytið rjómann og dreifið yfir botninn.
  3. Eftir að marengsbotninn hafði kólnað í ca. 30min þá braut ég hann niður og dreifði yfir rjómann.
  4. Twixið skar ég gróft og dreifði yfir með marengsinum.
  5. Skar jarðaberin til helminga og stillti þeim ofan á rjómann.
  6. Seinast bræddi ég appelsínusúkkulaðið í potti með smá rjóma. Dreifði svo vel yfir kökuna.

photo-18-12-2016-16-33-06

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Daim-Maltesers ísterta

img_20160924_134920

Loksins kom að því að ég tók mig til og skellti í nýja uppskrift. Ákvað að taka smá sumarfrí frá blogginu þar sem ég byrjaði í nýrri vinnu og  það tók smá tíma að koma sér inn í þá rútínu. En nú er allt farið að smella svo endilega fylgist vel með blogginu í vetur þar sem ég stefni á að henda inn 2-3 nýjum uppskriftum á mánuði.

Mig hefur alltaf langað til að prufa mig áfram í ísgerð og varð því þessi ísterta til. Ég hefði viljað gera hana aðeins öðruvísi en ég held það sé mjög gott að setja Ricekrispies botn undir kökuna í stað súkkulaðsins. En það kom mér samt á óvart hvað súkkulaði botninn passaði óvenju vel við líka.
Kakan er hrikalega góð og algjör snilld að eiga hana inn í frysti til að geta kippt henni út ef það koma gestir. Ég mæli með að þið prufið.

img_20160923_204227
Ég tók því miður engar myndir af ferlinu þar sem myndavélin mín er ónýt, svo þetta verður að duga.

Súkkulaði Ganache

300 gr súkkulaðidropar
120 ml rjómi

Aðferð:

  1. Hitið rjóman upp að suðu, ekki láta hann sjóða samt.
  2. Setjið súkkulaðidropunum í djúpa skál.
  3. Hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðidropana. Látið bíða í ca. mínútu og hrærið svo í blöndunni.
  4. Takið fram hringlaga form, ekki stærra en 24cm. Setið bökunarpappír í formið og hellið súkkulaðiblöndunni ofan í. Þessu skellti ég svo í frysti á meðan að ég bjó til ísinn.

Daim-Maltesers ís

1/2 bolli sykur
4 stk eggjarauður
1 tsk vanillusykur
400 ml rjómi
3 lítil Daim stykki

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og setjið hann til hliðar.
  2. Setjið 4 eggjarauður í sér skál + sykur. Hrærið þar til blandan er orðin ljós og létt. Því næst fer vanillusykurinn saman við.
  3. Bætið rjómanum saman við í 2-3 skrefum. Hafið hrærivélina á lægstu eða næst lægstu stillingu á meðan.
  4. Þegar rjóminn hefur blandast vel saman við sykurinn og egginn þá er óhætt að setja Daim kurlið út í. En ég skar Daimstykkin frekar gróft niður og blandaði saman við ísblönduna.
  5. Skellið ísblöndunni ofan á súkkulaðibotninn og inn í frysti. Ég lét þetta bíða yfir nótt inn í frysti áður en ég fór að færa tertuna úr forminu og yfir á kökudisk. Mér finnst rosa gott að nota kökuspaða til þess að losa súkkulaðibotninn frá bökunarpappírnum og jafnvel bleyta hann smá ef illa gengur.

Toppurinn

2/3 poki Maltesers
1 lítið Daim stykki
100 gr ljós súkkulaðhjúpur.

Ég notaðist við þetta þrennt til þess að toppa kökuna og skreyta. Nammið skar ég frekar gróft og dreyfði vel yfir kökuna. Seinast bræddi ég svo ljósa súkkulaðihjúpin og dreyfði vel af því yfir nammið og kökuna, gott að fá smá svona harðnað súkkulaði ofan á ísinn.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Saltlakkrís-súkkulaði draumur

IMG_20160526_163945

IMG_20160526_164054

Ég er forfallinn fíkill fyrir saltlakkrís súkkulaðinu frá Marabou og ákvað því að prufa gera súkkulaðimús úr því. Það heppnaðist svona ágætlega, ég er allavega mjög ánægð með útkomuna. Hefði verið til í að eiga meira af súkkulaðinu samt, en ég andaði óvart af mér hálfum pakkanum þegar ég opnaði hann. Svo smá tips: Kaupið meira af súkkulaði en segir í uppskriftinni.

Botn

130 gr smjörlíki
200 gr suðusúkkulaði
3 msk sýróp
180 – 200 gr kornflex

IMG_20160526_164159

Aðferð

  1. Setjið smjörlíkið, suðusúkkulaðið og sýrópið saman í pott og bræðið við vægan hita.
  2. Setjið kornflexið saman við, ég muldi það smá út í.
  3. Notið 24 cm djúpt bökunarform. Gott er að nota djúpt form til þess að ná upp góðum brúnum svo það myndist falleg skel. Einnig er gott að smyrja formið með bökunarpappír svo auðvelt sé að fjarlægja botninn úr forminu.
  4. Blöndunni er þjappað ofan í formið og  skellt inn í kæli. Ef þið ætlið að gera músina strax, þá mæli ég með að skella botninum í frysti til þess að flýta fyrir að hann harðni.

Saltlakkríssúkkulaðimús

220 ml rjómi
2 eggjarauður
2 eggjahvítur
220 gr Marabou saltlakkríssúkkulaði (fæst í Krónunni Lindum t.d.)
1 msk sykur

IMG_20160526_164130

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og setjið í skál til hliðar.
  2. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í potti.
  3. Setjið saman eggjahvítur og sykur í skál og þeytið þar til blandan er orðin hvít og froðukennd.
  4. Hrærið 1 eggjarauðu í einu saman við súkkulaðiblönduna, passið að súkkulaðiblandan sé ekki heit.
  5. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við eggjahvítu- og sykurblönduna. Blandið varlega saman með sleikju.
  6. Síðast er rjómanum blandað saman við í tvennu lagi. Hrærið varlega með sleikjunni.
  7. Blöndunni er þá hellt ofan á botninn og þessu skellt inn í kæli í ca. 3-4 klst en þá ætti súkkulaðimúsin að vera orðin vel stíf.
  8. Ég skreytti kökuna með súkkulaðihúðuðum jarðaberjum, brómberjum, piparnóakroppi (nýja) og gróft skornu saltlakkrís súkkulaði.
  9. Borða og njóta!

IMG_20160526_164021

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Bökuð marsostakaka

IMG_20160305_124236

Mig langaði að prufa að gera bakaða ostaköku fyrir útskriftarveisluna mína og ákvað að nýta mér google í þetta sinn. Fann uppskrift af þessari guðdómlegu mars ostaköku inn á þessari síðu hér . Hún er eiginlega alltof góð. Í uppskriftinni er „heavy cream“ og „salted caramel sugar“, það er eitthvað sem ég fann ekki út í búð svo ég sleppti því í uppskriftinni en notaði dulce de leche karamellusósu í staðin fyrir karamellu sykurinn.

Botn

300 gr digestive hafrakex
4 tsk sykur
130 gr íslenskt smjör (brætt)

Aðferð

  1. Setjið hafrakexið í matvinnsluvél eða blandara, bara hvað sem þið eigið, og myljið kexkökurnar fínt.
  2. Bræðið smjörið og bætið við sykrinum.
  3. Hellið smjörinu saman við kexið og blandið vel saman með sleif.
  4. Þessu er svo þrýst ofan í kökuformið. Ég notaði 24cm hringlaga form.

Marskaka

400 gr philadelphia rjómaostur
100 gr sykur
1 msk dulce de leche sósa (fæst t.d. í Krónunni)
2 egg
2 msk kakó
7 mars stykki (51 gr stærðin)
50 gr rjómasúkkulaði frá Nóa síríus.

Aðferð

  1. Hrærið rjómaostinn vel.
  2. Bætið við sykri, dulce de leche, kakói og eggjum.
  3. Skerið 3 marsstykki niður og bætið saman við blönduna.
  4. Hellið blöndunni yfir kexið í bökunarforminu. Passið að marsbitarnir séu vel dreifðir um botninn.
  5. Þá er þessu skellt inn í ofn á 150°c & blástur. Bakist í allavega 1 klst en þá myndi ég taka gaffal og stinga í miðjuna á kökunni. Ef gaffallinn kemur hreinn út þá myndi ég kippa kökunni út. Ef ekki baka í 5 – 10 min í viðbót.
  6. Takið kökuna út, skerið restina af marsinu eða hin 4 stykkin og dreifið yfir kökuna. Bræðið rjómasúkkulaðið og dreifið yfir. Geymist inn í ísskáp.

IMG_20160306_154510

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Toblerone kaka

IMG_20160208_112002

Botn

300 gr maryland kex (ég notaði í rauðu pökkunum).
100 gr suðusúkkulaði gróft saxað.
100 gr íslenskt smjör (mjúkt).

Tobleronemús

2stk toblerone.
200 ml rjómi.
2 eggjarauður.
2 eggjahvítur.
1 msk stevia sykur Via Health.

IMG_20160212_111013

Aðferð:

  1. Setjið kexið og suðusúkkulaðið (niðurskorið) í matvinnsluvél og allt á fullt.
  2. Næst er smjörinu bætt saman við og vélin sett aftur á fullt. Allt látið blandast vel saman.
  3. Sníðið bökunarpappír í hringlaga form og skellið maryland botninum ofan í. Þessu er þrýst vel ofan í botninn og upp hliðarnar.
  4. Botninum skellt inn í kæli og geymdur þar á meðan þið útbúið tobleronmúsina.
  5. Bræðið 2 stk af toblerone í potti við vægan hita, passið að hræra vel svo þið brennið ekki súkkulaðið. Þegar þetta er bráðið er pottinum skellt til hliðar og súkkulaðið látið kólna.
  6. Þeytið rjómann og setjið í sér skál.
  7. Þeytið eggjahvíturnar í smá stund og bætið svo við steviu sykrinum.
  8. Hrærið eggjarauðurnar saman við tobleronsúkkulaðið, ein rauða í einu. Því er svo blandað saman við eggjahvítufroðuna, varlega með sleikju. Seinast er þessu svo blandað saman við rjómann.
  9. Takið botninn út úr kæli og hellið músinni ofan á. Þetta er svo geymt inn í kæli í nokkrar klst eða yfir nótt en þá hefur músin náð að stífna vel.
  10. Ég skreytti með tobleron í hliðunum og skar síðan smá niður til að dreyfa yfir kökuna. (Ég keypti s.s. 4 stk af toblerone í heildina).

IMG_20160212_111115

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Karamellumús m/ Toblerone

1930679_788158957976746_1873626893930087082_n
Þessi eftirréttur er dásemdin ein og alger sykurbomba. Ég mæli með að gera hann samdægurs því annars getur kexið orðið mjúkt en mér persónulega finnst það ekki gott. Ef ykkur vantar eftirrétt fyrir gamlárs þá mæli ég klárlega með þessum.

Karamellumús

300gr Síríus súkkulaði m/ karamellukurli og sjávarsalti
3 eggjahvítur
3 eggjarauður
2 msk stevia sykur (via health) – Má setja venjulegan sykur
250ml rjómi

Fylling

1stk Toblerone
1pk Maryland kex (rautt)
250gr jarðaberjaaska

1456699_790771591048816_6235689042948509327_n

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í potti og passið að brenna það ekki. Gott er að taka það af hitanum af og til og hræra vel. Setjið til hliðar og látið kólna.
  2. Setjið þrjár eggjahvítur í hrærivélaskál og þeytið þar til hvítan er orðin að froðu. Bætið þá sykrinum við og hrærið örlítið.
  3. Bætið þrem eggjarauðum saman við súkkulaðið. Gott er að setja eina í einu og hræra vel á milli.
  4. Blandið saman súkkulaðiblöndunni og eggjahvítublöndunni með sleikju. Gott er að gera þetta í þrennu lagi.
  5. Næst er rjóminn þeyttur og honum blandað saman við súkkulaðiblönduna. Þá er súkkulaðikaramellumúsin klár og þá er ekkert eftir nema að setja smá nammi með í eftirréttinn.
  6. Í botninn á glösum eða fínum eftirréttarskálum muldi ég niður maryland kex. Ég tók alveg heilan kexpakka og muldi niður. Ég setti u.þ.b. helminginn í botninn á glösunum.
  7. Ofan á kexið fer svo karamellumús, ofan á karamellumúsina fer svo meira kex og gróft skorið toblerone. Svo setti ég restina af músinni ofan á og toppaði með meira toblerone og jarðaberjum.

Hann hljómar kannski eins og vesenisverk en ég get lofað ykkur því að þetta tekur enga stund. Ég held ég hafi verið í mesta lagi 20min að útbúa hann og skella honum inn í ísskáp.

1656078_790771931048782_132699816698964807_n

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Salt-karamellu ostakaka

IMG_20151014_134243

Ég bjó til þessa fyrir nóvemberblað Nýs lífs ásamt tveim öðrum uppskriftum sem ég mæli með að þið kíkið á. Hún er algjör draumur. Mæli með að þið prufið þessa um helgina, hrikalega góð með kaffinu.

IMG_20151112_135630

Botn:

300 gr McVites´s dark chocolate digestives
90 gr íslenskt smjör (mjúkt)

Aðferð:

  1. Brjótið kexið niður í matvinnsluvél og hún sett á fullt.
  2. Bætið smjörinu saman við og vélin á fullt aftur.
  3. Spreyjið bökunarform með PAM-sprey eða setjið bökunarpappír í botninn (til þess að auðvelda ykkur að ná botninum úr forminu). Ég notaði 24 cm form.
  4. Kexblöndunni skellt í formið og þrýst vel niður og upp allar hliðar.
  5. Geymt inn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling:

225 gr Philadelphia-rjómaostur
200 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
8 stk Dumle karamellur (bræddar) – Einnig gott að setja þykka karamellusósu í stað Dumle.

Aðferð:

  1. Bræðið karamellurnar með smá rjómaslettu út í, setjið til hliðar og látið kólna.
  2. Rjómaostur, vanillusykur og flórsykur sett saman í hrærivélaskálina og látið blandast vel saman.
  3. Þeytið rjóma.
  4. Blandið rjómanum saman við rjómaostablönduna.
  5. Setjið karamellublönduna saman við.
  6. Hellið fyllingunni ofan á botninn og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.

Salt-karamella:

1 bolli sykur
50 gr íslenskt smjör
1/2 bolli rjómi
2 tsk sjávarsalt

Aðferð:

  1. Setjið pönnu á eldavélina, stillið á 6 og hellið sykrunum ofan í pönnuna.
  2. Hrærið vel í sykrinum þar til hann hefur alveg bráðnað. Það munu líklegast myndast kögglar en haldið áfram að bræða sykurinn og hræra vel, þeir fara.
  3. Þegar sykurinn er bráðnaður er pannan tekin af hellunni og smjörinu bætt saman við. Hrært vel.
  4. Næst er rjómanum skellt út í og munið að hræra vel. Ef ykkur finnst 1/2 bolli lítið þá bætið þið bara við rjóma.
  5. Seinast er sjávarsaltinu dreift yfir.
  6. Salt-karamellunni dreift yfir kökuna.

Ég skreytti kökuna einnig með Maltesers.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir