Mjúkir kanilsnúðar m/saltkaramellusúkkulaði

Photo 02-04-2017, 19 53 16

Kanilsnúðar

2 ½ tsk ger
450 ml mjólk
800 gr hveiti
2 dl sykur
1 tsk sjávarsalt
160 gr mjúkt íslenskt smjör

Aðferð:

  1.  Velgið mjólkina í potti við vægan hita eða með því að skella henni inn í örbylgjuofn.
  2. Setjið gerið saman við mjólkina og látið standa í smá stund. Gott að blanda þurrefnunum saman í skál á meðan.
  3. Setjið hveiti, sykur og salt saman í skál & hrærið.
  4. Bætið smjörinu saman við. Þar sem ég gleymdi að taka það út úr ísskápnum til þess að mýkja það, þá skellti ég því í skál og inn í örbylgjuofn í ca 15 – 20 sec.
  5. Því næst blandið þið mjólkinni og gerinu saman við deigið.
  6. Notið hnoðaragræjuna á hrærivélinni og hnoðið vel.
  7. Deigið er látið hefast í skálinni í ca. klst með volgu og röku viskustykki yfir skálinni. Einnig er gott er að setja smá hveiti í botninn svo deigið festist ekki við.

Photo 02-04-2017, 18 03 49

Kanilsykursfylling

4 dl sykur
3 – 4 msk kanill (fer eftir smekk)
100 gr brætt íslenskt smjör

Aðferð:

  1. Setjið sykur og kanil saman í skál og blandið vel.
  2. Bræðið smjörið í potti eða inn í örbylgjuofni.
  3. Þegar kanilsnúðadeigið er tilbúið, þá er gott að skipta því í 3 hluta & fletja út einn hlut í einu.
  4. Smyrjið smjörinu vel yfir deigflötinn og stráið síðan kanilsykri yfir. Ég persónulega elska kanilsykur svo ég setti vel af honum yfir deigið.
  5. Rúllið fletinum upp og skerið í sneiðar. Ég hafði sneiðarnar frekar þykkar svo ég fengi frekar stærri snúða en minni.
  6. Skellið snúðunum á plötu með bökunarpappír. Ég braut niður 1 egg og pennslaði yfir snúðana, en það er ekki nauðsynlegt.
  7. Hitið ofninn í 220 gráður og bakið í 8 – 10 min. Gott er að fylgjast með þeim því stundum þurfa þeir styttri tíma.

Photo 02-04-2017, 18 07 32

Photo 02-04-2017, 18 10 00

Photo 02-04-2017, 19 15 02

Saltkaramellusúkkulaði

300 gr Saltkaramellusúkkulaði frá Nóa Síríus
100 ml rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið með rjómanum í potti, ef ykkur finnst súkkulaðið ekki nógu þunnt þá er um að gera að bæta við meiri rjóma.
  2. Dreifið súkkulaðinu yfir snúðana með msk. Ég setti u.þ.b. 1 msk af súkkulaði yfir hvern snúð.
  3. Mér fannst best að geyma snúðana inn í ísskap upp á að hafa karamelluna sem besta.

Photo 02-04-2017, 19 15 20

Photo 02-04-2017, 19 52 33

Njótið & verði ykkur að góðu
erlaguðmunds

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s