Daim-Maltesers ísterta

img_20160924_134920

Loksins kom að því að ég tók mig til og skellti í nýja uppskrift. Ákvað að taka smá sumarfrí frá blogginu þar sem ég byrjaði í nýrri vinnu og  það tók smá tíma að koma sér inn í þá rútínu. En nú er allt farið að smella svo endilega fylgist vel með blogginu í vetur þar sem ég stefni á að henda inn 2-3 nýjum uppskriftum á mánuði.

Mig hefur alltaf langað til að prufa mig áfram í ísgerð og varð því þessi ísterta til. Ég hefði viljað gera hana aðeins öðruvísi en ég held það sé mjög gott að setja Ricekrispies botn undir kökuna í stað súkkulaðsins. En það kom mér samt á óvart hvað súkkulaði botninn passaði óvenju vel við líka.
Kakan er hrikalega góð og algjör snilld að eiga hana inn í frysti til að geta kippt henni út ef það koma gestir. Ég mæli með að þið prufið.

img_20160923_204227
Ég tók því miður engar myndir af ferlinu þar sem myndavélin mín er ónýt, svo þetta verður að duga.

Súkkulaði Ganache

300 gr súkkulaðidropar
120 ml rjómi

Aðferð:

  1. Hitið rjóman upp að suðu, ekki láta hann sjóða samt.
  2. Setjið súkkulaðidropunum í djúpa skál.
  3. Hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðidropana. Látið bíða í ca. mínútu og hrærið svo í blöndunni.
  4. Takið fram hringlaga form, ekki stærra en 24cm. Setið bökunarpappír í formið og hellið súkkulaðiblöndunni ofan í. Þessu skellti ég svo í frysti á meðan að ég bjó til ísinn.

Daim-Maltesers ís

1/2 bolli sykur
4 stk eggjarauður
1 tsk vanillusykur
400 ml rjómi
3 lítil Daim stykki

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og setjið hann til hliðar.
  2. Setjið 4 eggjarauður í sér skál + sykur. Hrærið þar til blandan er orðin ljós og létt. Því næst fer vanillusykurinn saman við.
  3. Bætið rjómanum saman við í 2-3 skrefum. Hafið hrærivélina á lægstu eða næst lægstu stillingu á meðan.
  4. Þegar rjóminn hefur blandast vel saman við sykurinn og egginn þá er óhætt að setja Daim kurlið út í. En ég skar Daimstykkin frekar gróft niður og blandaði saman við ísblönduna.
  5. Skellið ísblöndunni ofan á súkkulaðibotninn og inn í frysti. Ég lét þetta bíða yfir nótt inn í frysti áður en ég fór að færa tertuna úr forminu og yfir á kökudisk. Mér finnst rosa gott að nota kökuspaða til þess að losa súkkulaðibotninn frá bökunarpappírnum og jafnvel bleyta hann smá ef illa gengur.

Toppurinn

2/3 poki Maltesers
1 lítið Daim stykki
100 gr ljós súkkulaðhjúpur.

Ég notaðist við þetta þrennt til þess að toppa kökuna og skreyta. Nammið skar ég frekar gróft og dreyfði vel yfir kökuna. Seinast bræddi ég svo ljósa súkkulaðihjúpin og dreyfði vel af því yfir nammið og kökuna, gott að fá smá svona harðnað súkkulaði ofan á ísinn.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s