Saltlakkrís-súkkulaði draumur

IMG_20160526_163945

IMG_20160526_164054

Ég er forfallinn fíkill fyrir saltlakkrís súkkulaðinu frá Marabou og ákvað því að prufa gera súkkulaðimús úr því. Það heppnaðist svona ágætlega, ég er allavega mjög ánægð með útkomuna. Hefði verið til í að eiga meira af súkkulaðinu samt, en ég andaði óvart af mér hálfum pakkanum þegar ég opnaði hann. Svo smá tips: Kaupið meira af súkkulaði en segir í uppskriftinni.

Botn

130 gr smjörlíki
200 gr suðusúkkulaði
3 msk sýróp
180 – 200 gr kornflex

IMG_20160526_164159

Aðferð

  1. Setjið smjörlíkið, suðusúkkulaðið og sýrópið saman í pott og bræðið við vægan hita.
  2. Setjið kornflexið saman við, ég muldi það smá út í.
  3. Notið 24 cm djúpt bökunarform. Gott er að nota djúpt form til þess að ná upp góðum brúnum svo það myndist falleg skel. Einnig er gott að smyrja formið með bökunarpappír svo auðvelt sé að fjarlægja botninn úr forminu.
  4. Blöndunni er þjappað ofan í formið og  skellt inn í kæli. Ef þið ætlið að gera músina strax, þá mæli ég með að skella botninum í frysti til þess að flýta fyrir að hann harðni.

Saltlakkríssúkkulaðimús

220 ml rjómi
2 eggjarauður
2 eggjahvítur
220 gr Marabou saltlakkríssúkkulaði (fæst í Krónunni Lindum t.d.)
1 msk sykur

IMG_20160526_164130

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og setjið í skál til hliðar.
  2. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í potti.
  3. Setjið saman eggjahvítur og sykur í skál og þeytið þar til blandan er orðin hvít og froðukennd.
  4. Hrærið 1 eggjarauðu í einu saman við súkkulaðiblönduna, passið að súkkulaðiblandan sé ekki heit.
  5. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við eggjahvítu- og sykurblönduna. Blandið varlega saman með sleikju.
  6. Síðast er rjómanum blandað saman við í tvennu lagi. Hrærið varlega með sleikjunni.
  7. Blöndunni er þá hellt ofan á botninn og þessu skellt inn í kæli í ca. 3-4 klst en þá ætti súkkulaðimúsin að vera orðin vel stíf.
  8. Ég skreytti kökuna með súkkulaðihúðuðum jarðaberjum, brómberjum, piparnóakroppi (nýja) og gróft skornu saltlakkrís súkkulaði.
  9. Borða og njóta!

IMG_20160526_164021

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s