Jæja þá ákvað ég loksins að verða að því og byrja með matarblogg. Prufa það allavega. Sjáum svo hvað setur.
Ég er búin að vera með oreosúkkulaði crave alla vikuna og í gær ákvað ég að henda í eina súkkulaðibombu. Ég vara ykkur við ef þið ákveðið að búa hana til, þá eigi þið vona á nettu sykursjokki. En ég elska oreo svo mér fannst hún sjúklega góð.
Ég fann uppskrift af mjúkri súkkulaðiköku og blandaði svo bara öllu því sem mig langaði í út í.
Uppskrift:
- 300 gr hveiti
- 250 gr sykur (setti smá púðursykur með).
- 100 gr kakó (einn bolli).
- 1msk matarsódi
- 1 1/2 bolli olía
- 3 egg
- 1 tappi vanilludropar
- 1/2 tsk sjávarsalt
- 150gr Ab mjólk (1 og 1/2 bolli)
- 1 kassi af Oreo kexi (m/súkkulaði/hvítusúkkulaði/eðaengu súkkulaði, þið ráðið). Því meira Oreo því betra, finnst mér.
- 4msk nuetellasúkkulaði (setja það inn í örbygljuofn í smá stund svo það bráðni pínu).
Blandið öllum þurrefnunum saman, hveiti, sykur, kakó, matarsódi og salt. Bætið síðan olíu, ab mjólk og vanilludropum út í og hrærið vel. Þar næst bætiði eggjunum einu og einu út í, á meðan að deigið hrærist á litlum hraða. Næst er bráðið nuetella sett út og hrært vel. Síðan er það rúsínan í pylsuendanum,oreokexið, saxið það eins smátt og þið viljið, bætið því síðan út í þegar búið er að hræra allt vel saman.
Skiptið í tvö jafn stór form og bakist á blæstri í 180°, í svona ca. 25-30min. Ég bakaði mína í 27min, fer allt eftir ofnum. Stingið bara gaffli í miðjuna og ef ekkert kemur upp með, þá er hún klár !
Látið hana kólna smá áður en að krem er sett á.
Krem:
- 6msk bráðið nuetella
- 3msk flórsykur
- tappi vanilludropar
- smá kaffi.
Ef kremið er of þurrt, þá bætiði bara meira nuetella við, aldrei nóg af því.
Ég setti krem í millið og stráði smá meira oreo þar, síðan setti ég efri botnin á og makaði alla kökuna í kremi. Því næst bræddi ég marssúkkulaði með smá rjómaslettu í potti, við vægan hita. Lét það kólna smá og skreytti kökuna með því. Einnig skreytti ég kökuna með meira af oreokexi (surprise) og toppaði hana með jarðaberjum.
Ég mæli með að þeyta rjóma með kökunni eða jafnvel bara hafa ís með. Svo toppað með íssköldu mjólkurglasi.
Verði ykkur að góðu.
– Erla