Mömmuhafrakökur

Ég elska hafrakökur og eru þær svona mitt „guilty pleasure“. Ég hef prufað margar tegundir en ég held að uppskriftin hennar mömmu sé sú allra besta sem ég hef smakkað. Ég stal henni um daginn og henti í eina uppskrift í kvöld, svo þær eru volgar og mjúkar, mér finnst þær bestar þannig.

Uppskrift:

  • 250gr smjörlíki (mjúkt).
  • 1 bolli sykur.
  • 1 bolli púðursykur.
  • 2 egg.

Þessu öllu er hrært vel saman áður en hinu er bætt út í. Þegar það er búið er bætt út í:

  • 2 bollar hveiti.
  • 2 bollar haframjöl
  • 2 bollar mulið kornflex (nóg að mylja í höndunum).
  • 1 bolli kókosmjöl.
  • 1 tappi vanilludropar.
  • 1 tsk matarsódi.
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk lyftiduft.
  • 100gr súkkulaði (ég set 70% en suðusúkkulaði er líka gott).
  • 2 tsk kakó.

Þessu öllu blandað svo vel saman, ég bætti kakó við uppskriftina því ég elska kakó og vildi hafa þær aðeins dekkri, en það þarf ekki. 

Þegar þetta er búið að blandast allt vel saman þá setjum við bökunarpappír á plötur og búum til kúlur. Stærðin á þeim fer eiginlega bara alveg eftir því hversu stórar þið viljið hafa kökurnar. Ég gerði svona meðalstórar, hafði gott bil á milli þeirra því þær leka smá.

Image

Þær eru síðan bakaðar við 180°á blæstri í svona 7- 8 mínútur.
Ég er svo mikill sælkeri að ég setti smá súkkulaði ofan á

Súkkulaði:

  • 100gr síríus konsúm orange
  • smá rjómasletta (botnfyllir ca.)
  • smá sýróp.

Image

Ég mæli með að borða þær þegar þær eru volgar og mjúkar, með ísköldu glasi af mjólk (eða kókómjólk fyrir gikki eins og mig).

Image

Verði ykkur að góðu.

– erlagudmunds

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s