Daim muffins

Image

Jæja þá er prófageðveikin loks búin og maður fer að hafa tíma til þess að baka eitthvað af viti. Í vikunni hennti ég í eina uppskrift af Daim muffins, hafði þær í góðri stærð svo ég fengi fáar en stórar. Fann líka uppskrift á netinu af kremi ofan á og prufaði í fyrsta skiptið að búa til krem úr rjómaosti, hafði ekki mikla trú á því í fyrstu, en eftir að hafa verið inn í kæli í smá tíma þá var komið gott bragð. 

Uppskrift

  • 3 egg
  • 2 bollar púðursykur 
    (Sykurinn og egginn eru þeytt vel saman).
  • 2 1/2 bolli hveiti
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt.
  • 1 tappi vanilludropar
  • 200gr smjörlíki
  • 1 dós af Kea karamelluskyri (þynnt smá með mjólk).
  • 100gr saxað suðusúkkulaði 
  • 2-3 stór Daim söxuð
  • 80gr hakkaðar hesilhnetur (má sleppa).

Þessi eru öllu bara möndlað saman og síðan sett í form. Ég fylli formin alveg til þess að fá þær stærri og meira crunchy ofaná. Það þarf ekki endilega að vera krem á þeim, ég bjó það bara til svona upp á skrautið.

Krem

  • 200gr rjómaostur
  • 100gr 70% súkkulaði eða venjulegt
  • 100gr flórsykur.

Byrja á því að bræða súkkulaðið í potti með smá rjómagusu, líka hægt að bræða það yfir vatnsbaði og þá án rjóma. Þegar súkkulaðið er full bráðið þá sigtaði ég flórsykurinn yfir og hrærði vel þar til kremið var orðið slétt og fínt. Síðast er rjómaostinum svo bætt við, til þess að jafna honum alveg þá notaði ég hrærivélina til þess. Þá er það bara klárt á kökurnar. Ég skreytti kökurnar svo með Daim og hesilhnetuflögum. 

Image

Verði ykkur að góðu.

erlagudmunds

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s