Bountykaka

Image

Ég er mikill kókosfíkill. Til að mynda fæ ég mér stundum bragðaref með kókos, kókosbollu og bounty. Of mikið hugsa kannski sumir, en ég get sagt ykkur að það er aldrei of mikið af kókos. Ég átti afmæli núna á föstudaginn og treysti ekki á það að Magnús myndi henda í einhverja gúrm ammóköku, þannig ég ákvað að baka uppáhaldskökuna mína sem mamma bjó oft til. Útgáfan hennar mömmu er þó þannig að uppskriftin er tvöföld og bakaðir tveir botnar og settur rjómi á milli. En þar sem ég er ekki rjómatýpan þá sleppi ég honum og hef hann bara til hliðar fyrir þau sem vilja.

Uppskrift:

 • 4 eggjahvítur (geymið rauðurnar fyrir kremið).
 • 200gr sykur
  Þeytið eggjahvíturnar og eggin vel saman, svo þetta verði stífþeitt. 
 • 200gr kókosmjöl
  Síðan er kókosmjölinu bætt varlega út í með hrærivélina á minnsta hraða. 

Þessi uppskrift er einföld, en ef þið viljið baka tvo botna og setja rjóma á milli, þá er best að deila þessari uppskrift í tvö form og þá fáið þið passlega þykka botna fyrir það. Svo getið þið líka tvöfaldað uppskriftina ef þið viljið fá þykka botna. Þetta bakst við 175°c, neðarlega í ofninum og í ca. 18min eða þar til kakan er orðin fallega gullinbrún að ofan.

Image

Krem:

 • 50gr smjörlíki við stofuhita
 • 60gr flórsykur
 • 4 eggjarauður
 • 100gr suðusúkkulaði (brætt í öbbanum með smá rjómagusu út í.

Smjörlíkinu og flórsykrinum hrært vel saman. Ég sigta flórsykurinn út í svo það komi ekki eins miklir kekkjir. Síðan er eggjarauðunum bætt út í, eitt og eitt í einu. Seinast kemur svo bráðið súkkulaðið. Þetta er svo allt hrært saman þar til það er orðið slétt og fínt. Skellið yfir kökuna og skellið inn í ísskáp.

Image

Verði ykkur að góðu

erlagudmunds

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s