Súkkulaðibitakökur með kókos.

 

Image

 

Uppskrift:

 • 150gr íslenskt smjör við stofuhita
 • 80gr sykur
 • 200gr púðursykur.
  Þetta er hrært vel saman þar til engir kekkjir eru eftir.
 • 350gr hveiti
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1tsk salt
 • 2tsk vanillusykur
 • 2stk egg
 • 150gr gróft kókosmjöl
 • 150gr súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Byrjið á því að hræra smjörið, sykur og púðursykurin vel saman. Hafið hrærivélina svo á minnsta hraða og bætið við eggjunum, vanillusykrinum og salti og hrærið vel. Þegar þetta hefur blandast vel saman er hveitinu og matarsódanum bætt út í og hrært þar til það er farið að myndast gott deig. Síðast er svo bætt við kókosmjölinu og súkkulaðidropunum.

IMG_20140619_180502Image

Takið fram bökunarplötu og setjið bökunarpappír á. Takið vel fulla teskeið af deigi og setjið á plötuna, ég þrýsti síðan aðeins á þeir áður en þær fóru inn í ofn. Stillið ofnin á 180°c og bakið kökurnar í ca. 7-9min, ég myndi fylgjast vel með fyrsta hollinu til þess að sjá hvað þær þurfa langan tíma því það fer rosalega mikið eftir ofninum sem bakað er í. Þær eiga að vera svona fallega gullinbrúnar og mjúkar í miðjunni. Ég ákvað að bræða dökkan súkkulaðihjúp í potti og bætti smá rjóma út í, til að dýfa kökunum í. Dreifði smá kókos yfir og skellti þeim inn í ísskáp til að leyfa hjúpnum að storkna.

Image

Þessar eru eiginlega einu númeri of góðar með glasi af ísskaldri mjólk eða kókómjólk.
Verði ykkur að góðu

erlagudmunds

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s