Gulrótamöffins

IMG_20140717_210306

 Gulrótamöffins eru ein af mínum uppáhalds. Þetta er hinsvegar í fyrsta skiptið sem ég geri þær frá grunni, hef alltaf svindlað og keypt pakka möffins í Bónus (btw sjúklega góðar). Ég fann loksins uppskrift sem svipar til þeirra, mjúkar að innan og bragðgóðar.

Uppskrift:

  • 250 gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 3 tsk kanil
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 150 gr sykur
  • 150 gr púðursykur
  • 3 egg
  • 100 ml olía
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 bolli rifnar gulrætur

Blandið hveiti, lyftidufti,kanil,matarsóda og salti saman með sleif í sér skál. Í hrærivélaskálina er skellt sykri, púðursykri, eggjum og olíu, og það hrært vel saman. Þegar sú blanda er orðin slétt og fín þá er fyrri blöndunni (hveitinu og öllu því) blandað hægt og rólega saman við. Síðast er gulrótunum skellt út í og hrært örlítið saman við. Þá er deigið klárt og þessu skellt í möffinsform og inn í ofn á 180°c og blæstri í ca. 15 – 20min.

IMG_20140717_211032

Síðan til þess að toppa gulrótamöffins þá þarf krem og hef ég ekki enn fundið krem sem toppar fröken Betty Crocker og vanillukremið hennar. Ég svindla alltaf og nota það á gulrótamöffins eða gulrótaköku. Ég ætla hinsvegar að henda inn uppskrift af kremi sem mér fannst mjög gott, en annars mæli ég hiklaust með kreminu frá Betty, það klikkar seint.

IMG_20140717_212152

Krem:

  • 250 gr rjómaostur (Philadelphia eða MS)
  • 50 gr mjúkt íslenskt smjör
  • 2 tsk vanillusykur
  • 150 gr flórsykur

Hrærið rjómaostinn og smjörið vel saman eða þar til það er orðið slétt og fínt. Bætið síðan við vanillusykrinum og flórsykrinum. Mér finnst mjög gott að sigta flórsykurinn í skál áður en ég set hann út í svo það verði ekki mikið um kekkji.
Gott að skreyta svo með hesilhnetuflögum því þær passa hrikalega vel með gulrótamöffins.

 IMG_20140717_205050

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s