Ég sá að það vantaði alveg eina marengstertu hingað inn á bloggið og ákvað því að skella í eina núna á föstudaginn. Hún er einföld í framkvæmd og tekur alls ekki langan tíma. Hrærivélin mín var reyndar með mótþróa og var í 10 mínútur að þeyta rjómann, já 10 min. Ekki 2 eða 3 mínútur, nei 10 ! Ég á í smá love / hate sambandi við hrærivélina mína. Ég þarf helst að notast við eyrnahlífar meðan hún er í fullu fjöri og jafnvel taka blund. En henni tekst ætlunarverkið á endanum, það er það sem skiptir máli. Allavega hér kemur uppskriftin af þessari himnesku tertu:
- 150gr sykur
- 150gr púðursykur
- 4 eggjahvítur
- 70gr 70% súkkulaði (saxað)
- 3 bollar rice krispies
Eggjahvíturnar + sykurinn þeytt vel saman, í ca. 10min eða þar til deigið er orðið stíft. Næst er saxaða súkkulaðinu og rice kirspiesinu bætt út í og hrært varlega saman við með sleikju. Ég notast ekki við form þegar ég baka marengstertur heldur tek ég hringlaga form og legg það á bökunarpappírinn og strika í kringum og geri útlínur. Því næst skipti ég deiginu í tvo parta og dreifi deiginu þannig að það fylli upp í hringinn. Bakið síðan báða botnana við 130°í ca. 50min.
Fylling:
- 300ml þeyttur rjómi
- 4 kókosbollur (niðursneiddar)
- 3/4 askja af jarðaberjum
Þegar botnarnir eru klárir og hafa kólnað þá skelliði fyllingunni í millið. Ég þeytti rjómann og bætti síðan kókosbollunum og jarðaberjunum saman við með sleikju og blandað því vel saman við rjómann.
Ég skreytti kökuna síðan með blæjuberjum, jarðaberjum, bláberjum og bráðnuðu karamellupippi.
Verði ykkur að góðu
erlaguðmundsdóttir