Marengsterta m/ kókosbollurjóma

 IMG_20140905_174508 
 IMG_20140905_174618

Ég sá að það vantaði alveg eina marengstertu hingað inn á bloggið og ákvað því að skella í eina núna á föstudaginn. Hún er einföld í framkvæmd og tekur alls ekki langan tíma. Hrærivélin mín var reyndar með mótþróa og var í 10 mínútur að þeyta rjómann, já 10 min. Ekki 2 eða 3 mínútur, nei 10 ! Ég á í smá love / hate sambandi við hrærivélina mína. Ég þarf helst að notast við eyrnahlífar meðan hún er í fullu fjöri og jafnvel taka blund. En henni tekst ætlunarverkið á endanum, það er það sem skiptir máli. Allavega hér kemur uppskriftin af þessari himnesku tertu:

  • 150gr sykur
  • 150gr púðursykur
  • 4 eggjahvítur
  • 70gr 70% súkkulaði (saxað)
  • 3 bollar rice krispies

Eggjahvíturnar + sykurinn þeytt vel saman, í ca. 10min eða þar til deigið er orðið stíft. Næst er saxaða súkkulaðinu og rice kirspiesinu bætt út í og hrært varlega saman við með sleikju. Ég notast ekki við form þegar ég baka marengstertur heldur tek ég hringlaga form og legg það á bökunarpappírinn og strika í kringum og geri útlínur. Því næst skipti ég deiginu í tvo parta og dreifi deiginu þannig að það fylli upp í hringinn. Bakið síðan báða botnana við 130°í ca. 50min. 

IMG_20140907_223430 IMG_20140907_223534

IMG_20140907_223624

 Fylling:

  • 300ml þeyttur rjómi
  • 4 kókosbollur (niðursneiddar)
  • 3/4 askja af jarðaberjum

Þegar botnarnir eru klárir og hafa kólnað þá skelliði fyllingunni í millið. Ég þeytti rjómann og bætti síðan kókosbollunum og jarðaberjunum saman við með sleikju og blandað því vel saman við rjómann. 

IMG_20140907_223654

Ég skreytti kökuna síðan með blæjuberjum, jarðaberjum, bláberjum og bráðnuðu karamellupippi.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s