Thailand og allt sem því fylgir.

Þá er mánaðar ferðalaginu um Thailand víst lokið & alvaran tekin við á nýjan leik. Þetta var án efa skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í og mæli hiklaust með að þið kíkið í frí til Thailands ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Það tók sinn tíma, en á endanum lærði ég að elska Thailand og get ég ekki beðið eftir því að koma þangað aftur. Landið er ekki bara fallegt heldur er maturinn þar hreint út sagt ljúffengur, það var það sem kom mér hvað helst á óvart. Ég er nefninlega mjög feimin við að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi en eftir vikudvöl í Thailandi, ákvað ég að láta til skara skríða og smakka matinn. Sé svo sannarlega ekki eftir því.  

1. IMG_20140826_233500  2. IMG_20140826_233558 

3. IMG_20140826_233728 

1. Red Curry , 2. Basil leave chicken, 3. Chicken Pad thai
Þessir 3 réttir voru allra uppáhalds réttirnir sem ég smakkaði. Allra uppáhalds var þó Basil kjúllinn, þó svo að hann hafi verið 18 númerum of sterkur og reynt töluvert á þolmörkin. Ég ætla klárlega að prufa að elda hann hérna heima við tækifæri og mun að sjálfsögðu deila útkomunni með ykkur þegar að því kemur :). 

Ég ákvað síðan rétt undir lokin á ferðalaginu að kíkja á matreiðslunámskeið í Phuket og kynnast aðeins thailenskri matargerð. Ég skráði mig í Pum cooking school og fékk einkakennslu og fræðslu um thailenska matargerð, það var alger snilld. Á námskeiðinu lærði ég að matreiða þrjá vinsæla thailenska rétti og var útkoman alveg ágætis miðað við fyrstu tilraun, þó svo ég segi sjálf frá. 

IMG_20140904_211621
Green Curry – Þessi réttur var ljúffengur og er þetta uppskrift sem ég mun klárlega prufa hérna heima. 

IMG_20140904_211725
Tom Yum soup – Þessi er svona hot and sour rækju súpa. Ég var ekkert rosalega hrifin af þessum rétt, fannst súpan full súr. En þetta er samt einn af vinsælustu réttinum í Thailandi.

IMG_20140904_211829
Rækju Pad thai – Pad Thai er einn vinsælasti rétturinn í Thailandi en algengast er að gera hann með kjúkling. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan rétt en Pad thai er einn af mínum uppáhaldsréttum. Til eru margar útfærslur af honum og var þessi alls ekki góður, en ég mun finna góða uppskrift af honum. Ég SKAL finna hana. 

 DSC00493

Curry paste í bígerð.

DSC00513
Snillingurinn sem kenndi mér, man núll hvað hann heitir.

Ég afsaka hvað þessi færsla er þurr og leiðinleg, massív ritstífla að trufla mig þessa stundina. En ég mun bæta ykkur það upp með uppskrift af einni ljúffengri köku um helgina. Það sem ég er búin að þrá góða, blauta og mjúka súkkulaðiköku í heilan mánuð ! Þangað til næst . . 

erlaguðmundsdóttir

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s