Bökuð marsostakaka

IMG_20160305_124236

Mig langaði að prufa að gera bakaða ostaköku fyrir útskriftarveisluna mína og ákvað að nýta mér google í þetta sinn. Fann uppskrift af þessari guðdómlegu mars ostaköku inn á þessari síðu hér . Hún er eiginlega alltof góð. Í uppskriftinni er „heavy cream“ og „salted caramel sugar“, það er eitthvað sem ég fann ekki út í búð svo ég sleppti því í uppskriftinni en notaði dulce de leche karamellusósu í staðin fyrir karamellu sykurinn.

Botn

300 gr digestive hafrakex
4 tsk sykur
130 gr íslenskt smjör (brætt)

Aðferð

  1. Setjið hafrakexið í matvinnsluvél eða blandara, bara hvað sem þið eigið, og myljið kexkökurnar fínt.
  2. Bræðið smjörið og bætið við sykrinum.
  3. Hellið smjörinu saman við kexið og blandið vel saman með sleif.
  4. Þessu er svo þrýst ofan í kökuformið. Ég notaði 24cm hringlaga form.

Marskaka

400 gr philadelphia rjómaostur
100 gr sykur
1 msk dulce de leche sósa (fæst t.d. í Krónunni)
2 egg
2 msk kakó
7 mars stykki (51 gr stærðin)
50 gr rjómasúkkulaði frá Nóa síríus.

Aðferð

  1. Hrærið rjómaostinn vel.
  2. Bætið við sykri, dulce de leche, kakói og eggjum.
  3. Skerið 3 marsstykki niður og bætið saman við blönduna.
  4. Hellið blöndunni yfir kexið í bökunarforminu. Passið að marsbitarnir séu vel dreifðir um botninn.
  5. Þá er þessu skellt inn í ofn á 150°c & blástur. Bakist í allavega 1 klst en þá myndi ég taka gaffal og stinga í miðjuna á kökunni. Ef gaffallinn kemur hreinn út þá myndi ég kippa kökunni út. Ef ekki baka í 5 – 10 min í viðbót.
  6. Takið kökuna út, skerið restina af marsinu eða hin 4 stykkin og dreifið yfir kökuna. Bræðið rjómasúkkulaðið og dreifið yfir. Geymist inn í ísskáp.

IMG_20160306_154510

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s