Salt-karamellu ostakaka

IMG_20151014_134243

Ég bjó til þessa fyrir nóvemberblað Nýs lífs ásamt tveim öðrum uppskriftum sem ég mæli með að þið kíkið á. Hún er algjör draumur. Mæli með að þið prufið þessa um helgina, hrikalega góð með kaffinu.

IMG_20151112_135630

Botn:

300 gr McVites´s dark chocolate digestives
90 gr íslenskt smjör (mjúkt)

Aðferð:

 1. Brjótið kexið niður í matvinnsluvél og hún sett á fullt.
 2. Bætið smjörinu saman við og vélin á fullt aftur.
 3. Spreyjið bökunarform með PAM-sprey eða setjið bökunarpappír í botninn (til þess að auðvelda ykkur að ná botninum úr forminu). Ég notaði 24 cm form.
 4. Kexblöndunni skellt í formið og þrýst vel niður og upp allar hliðar.
 5. Geymt inn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling:

225 gr Philadelphia-rjómaostur
200 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
8 stk Dumle karamellur (bræddar) – Einnig gott að setja þykka karamellusósu í stað Dumle.

Aðferð:

 1. Bræðið karamellurnar með smá rjómaslettu út í, setjið til hliðar og látið kólna.
 2. Rjómaostur, vanillusykur og flórsykur sett saman í hrærivélaskálina og látið blandast vel saman.
 3. Þeytið rjóma.
 4. Blandið rjómanum saman við rjómaostablönduna.
 5. Setjið karamellublönduna saman við.
 6. Hellið fyllingunni ofan á botninn og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.

Salt-karamella:

1 bolli sykur
50 gr íslenskt smjör
1/2 bolli rjómi
2 tsk sjávarsalt

Aðferð:

 1. Setjið pönnu á eldavélina, stillið á 6 og hellið sykrunum ofan í pönnuna.
 2. Hrærið vel í sykrinum þar til hann hefur alveg bráðnað. Það munu líklegast myndast kögglar en haldið áfram að bræða sykurinn og hræra vel, þeir fara.
 3. Þegar sykurinn er bráðnaður er pannan tekin af hellunni og smjörinu bætt saman við. Hrært vel.
 4. Næst er rjómanum skellt út í og munið að hræra vel. Ef ykkur finnst 1/2 bolli lítið þá bætið þið bara við rjóma.
 5. Seinast er sjávarsaltinu dreift yfir.
 6. Salt-karamellunni dreift yfir kökuna.

Ég skreytti kökuna einnig með Maltesers.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

KaramelluTwix ostakaka

IMG_20150718_125250

Enn ein ostakakan hugsa eflaust margir. Þið verðið að afsaka, þær eru mitt allra uppáhalds og finnst mér mjög gaman að leika mér aðeins með þær. Þessi er eiginlega of góð. Bræddu góakúlurnar gera mjög mikið fyrir heildarbragðið. Mæli klárlega með þessari í sunnudagskaffið eða á nammidaginn.

Botn:

 • Ca. heill pakki Lu bastogne kex (skildi eftir 5 kexkökur).
 • 90 gr íslenskt smjör (við stofuhita)

Ég byrjaði á því að setja kexið í matvinnsluvél og á fullt. Næst skar ég smjörið í litla bita, bætti þeim út í og lét matvinnsluvélina á fullt. Ég skellti þessi svo í 24 cm form og þrýsti vel í botninn. Geymt í kæli á meðan að þið búið til fyllinguna.

Fylling:

 • 220 gr rjómaostur
 • 250 ml rjómi
 • 100 gr góa rjómakúlur
 • 100 gr nóa karamellukurl

Ég byrjaði á því að bræða góa kúlurnar í potti með smá rjóma út í, svo þær myndu kólna áður en þær færu út í fyllinguna. Næst þeytti ég rjómann, setti hann til hliðar og hrærði rjómaostinn. Rjómanum er svo blandað varlega saman við rjómaostinn. Næst bætti ég karamellublöndunni varlega saman við með sleikju. Seinast fer svo karamellukurlið. Ég setti karamellublönduna reyndar of snemma saman við og því varð kakan aðeins öðruvísi í útliti en hún var samt alls ekkert verri fyrir vikið.

Ég skreytti síðan með Twix súkkulaði.

IMG_20150718_184154

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir