Ég bjó til þessa fyrir nóvemberblað Nýs lífs ásamt tveim öðrum uppskriftum sem ég mæli með að þið kíkið á. Hún er algjör draumur. Mæli með að þið prufið þessa um helgina, hrikalega góð með kaffinu.
Botn:
300 gr McVites´s dark chocolate digestives
90 gr íslenskt smjör (mjúkt)
Aðferð:
- Brjótið kexið niður í matvinnsluvél og hún sett á fullt.
- Bætið smjörinu saman við og vélin á fullt aftur.
- Spreyjið bökunarform með PAM-sprey eða setjið bökunarpappír í botninn (til þess að auðvelda ykkur að ná botninum úr forminu). Ég notaði 24 cm form.
- Kexblöndunni skellt í formið og þrýst vel niður og upp allar hliðar.
- Geymt inn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna.
Fylling:
225 gr Philadelphia-rjómaostur
200 ml rjómi
1 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
8 stk Dumle karamellur (bræddar) – Einnig gott að setja þykka karamellusósu í stað Dumle.
Aðferð:
- Bræðið karamellurnar með smá rjómaslettu út í, setjið til hliðar og látið kólna.
- Rjómaostur, vanillusykur og flórsykur sett saman í hrærivélaskálina og látið blandast vel saman.
- Þeytið rjóma.
- Blandið rjómanum saman við rjómaostablönduna.
- Setjið karamellublönduna saman við.
- Hellið fyllingunni ofan á botninn og geymið í kæli í a.m.k. 2 klst.
Salt-karamella:
1 bolli sykur
50 gr íslenskt smjör
1/2 bolli rjómi
2 tsk sjávarsalt
Aðferð:
- Setjið pönnu á eldavélina, stillið á 6 og hellið sykrunum ofan í pönnuna.
- Hrærið vel í sykrinum þar til hann hefur alveg bráðnað. Það munu líklegast myndast kögglar en haldið áfram að bræða sykurinn og hræra vel, þeir fara.
- Þegar sykurinn er bráðnaður er pannan tekin af hellunni og smjörinu bætt saman við. Hrært vel.
- Næst er rjómanum skellt út í og munið að hræra vel. Ef ykkur finnst 1/2 bolli lítið þá bætið þið bara við rjóma.
- Seinast er sjávarsaltinu dreift yfir.
- Salt-karamellunni dreift yfir kökuna.
Ég skreytti kökuna einnig með Maltesers.
Verði ykkur að góðu
erlaguðmundsdóttir