KaramelluTwix ostakaka

IMG_20150718_125250

Enn ein ostakakan hugsa eflaust margir. Þið verðið að afsaka, þær eru mitt allra uppáhalds og finnst mér mjög gaman að leika mér aðeins með þær. Þessi er eiginlega of góð. Bræddu góakúlurnar gera mjög mikið fyrir heildarbragðið. Mæli klárlega með þessari í sunnudagskaffið eða á nammidaginn.

Botn:

  • Ca. heill pakki Lu bastogne kex (skildi eftir 5 kexkökur).
  • 90 gr íslenskt smjör (við stofuhita)

Ég byrjaði á því að setja kexið í matvinnsluvél og á fullt. Næst skar ég smjörið í litla bita, bætti þeim út í og lét matvinnsluvélina á fullt. Ég skellti þessi svo í 24 cm form og þrýsti vel í botninn. Geymt í kæli á meðan að þið búið til fyllinguna.

Fylling:

  • 220 gr rjómaostur
  • 250 ml rjómi
  • 100 gr góa rjómakúlur
  • 100 gr nóa karamellukurl

Ég byrjaði á því að bræða góa kúlurnar í potti með smá rjóma út í, svo þær myndu kólna áður en þær færu út í fyllinguna. Næst þeytti ég rjómann, setti hann til hliðar og hrærði rjómaostinn. Rjómanum er svo blandað varlega saman við rjómaostinn. Næst bætti ég karamellublöndunni varlega saman við með sleikju. Seinast fer svo karamellukurlið. Ég setti karamellublönduna reyndar of snemma saman við og því varð kakan aðeins öðruvísi í útliti en hún var samt alls ekkert verri fyrir vikið.

Ég skreytti síðan með Twix súkkulaði.

IMG_20150718_184154

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s