Unaðsleg frönsk súkkulaðikaka.

Image

Mamma átti 49 ára afmæli í gær og bauð hún í matarveislu í sveitinni. Í tilefni þess ákvað ég að baka frönsku súkkulaðikökuna mína sem ég hef alltaf gert fyrir veislur. Mér finnst hún alltaf jafn góð og klárast hún nú alltaf, bróðir minn sér um það en honum finnst þessi kaka alls ekki vond.

Uppskrift:

  • 4stk egg
  • 2dl sykur
  • 200gr íslenskt smjör
  • 200gr súkkulaði (hvernig súkkulaði sem þið viljið, suðu-, 70% eða janfvel piparmyntu súkkulaði).
  • 1dl hveiti (ég set samt hálfan til þess að hafa hana aðeins blautari).

Aðferð:
Þeytið sykurinn og eggin vel saman, þangað til að deigið er orðið smá „fluffy“.
Á meðan að sykurinn og eggin eru að þeytast er gott að byrja að setja smjörið og súkkulaðið saman í pott og bræða við vægan hita. Þegar að eggin og sykurinn eru tilbúin þá er hveitinu bætt við og þar á eftir er bráðnaða smjörsúkkulaðiblandan bætt varlega við, með hrærivélina á minnsta hraða.
Þegar að allt er orðið vel hrært saman er deiginu hellt í vel smurt form og bakað við 170°í ca. 25min.

Súkkulaði ofan á:

  • 75gr íslenskt smjör
  • 150gr súkkulaði
  • dass af sýróp.

Síðan skreytiði bara að vild. Mæli eindregið með að borða kökuna volga með ís eða jafnvel rjóma.
Verði ykkur að góðu.

Image

– erlagudmunds

 

Ein athugasemd á “Unaðsleg frönsk súkkulaðikaka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s