Blómkálspítsa. .

Ég held það fari ekki framhjá neinum sem þekkir mig að ást mín á pítsu er hættuleg, ég gæti verið með þetta í æð skulum orða það þannig. . Heimatilbúnupítsurnar eru alltaf bestar finnst mér, þá getur maður sett hvað sem maður vill og eins mikið af því og maður vill ! Ég ákvað samt um daginn að prufa að gera pítsu úr svona blómkálspítsabotn þar sem ég er að reyna að halda mér í hollustunni. Ég hafði ekki mikla trú á því að þetta yrði gott, ég meina þetta er pítsa úr blómkáli, en mikið hafði ég rangt fyrir mér því hún var hrikalega góð. Fann uppskrift á netinu en ég ákvað að nota hana í grunninn og leika mér síðan aðeins en hér er uppskriftin eins og ég geri hana.

Uppskrift.

  • 1 poki frosið blómkál – Ef þið notið ferskt, þá er nóg að rífa niður hálfan haus.
  • 1 egg
  • 1 bolli rifin pizzaostur – Mér finnst líka gott að rífa niður mexíkóost með og setja þá 50/50.
  • 1 1/2 tsk marin hvítlaukur
  • 2 tsk hvítlauksjurtablanda frá Pottagöldrum (Fæst í Hagkaupum allavega).
  • 3 tsk pizzakrydd frá Prima (Fæst í Bónus).
  • 2 tsk Oregano
  • Dass af svörtum pipar.
  • 1/2 tsk sjávarsalt (Maldon eða eitthvað annað).
  • 1 msk möndlumjöl (má sleppa).

Image

 S.s. einn svona poki af blómkáli, hann fæst í Bónus og kostar einhverjar 140kr minnir mig.

Image

Ég byrja á því að afþýða blómkálið í örbylgjuofninum og skelli því svo í matvinnsluvélina. Ég á svo lítin og krúttlegan töfrasprota þannig ég þurfti að hakka blómkálið í þrem hollum og setti síðan í stóra skál. Í hana bætti ég svo öllu gumsinu og hrærði með sleif. Þegar það var komið þá setti ég bökunarpappír á plötu og flatti út botninn með höndunum, skellti botninum inn í ofn á blástur og 200°í ca. 15min. Tók hann síðan út og setti það sem mig langaði í á pítsuna, ég set alltaf ostin undir svo að áleggið soðni ekki og síðan setti ég kjúklingaskinku, sveppi, papriku, svartan pipar, oregano og smá hvítlauksolíu og aftur inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður. Síðan er hún bara tilbúin, mæli með að þið notið ostaskera eða spaða til þess að ná henni af plötunni, botninn er linur.

Image

 Botninn búin að bakast í 15min.

Image

Áður en hún fór inn í ofn.

Image
Þegar hún var tilbúin.

Ég mæli eindregið með svona pítsu, alveg jafn góð og þessi klassíska með brauðbotni, bara hollari.

– erlagudmunds

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s