Ég er soldill sælkeri og fæ oft krave í eitthvað sætt til að narta í á kvöldin. Svo það yrði nú ekki heilt pippsúkkulaði eða oreosúkkulaðið frá milka (sem er btw to die for), þá ákvað ég að möndla eitthvað nammi í hollari kantinum. Setti eiginlega allt hollt sem ég átti til í matvinnsluvélina, bræddi súkkulaði í kókosolíu og úr varð sjúklega gott hollustunammi.
Uppskrift:
- 1 bolli möndlur með hýði.
- 1 bolli hesilhnetur.
- 1 bolli kókosflögur
- 1 1/2 bolli döðlur
- 2msk kakó
- 2-3msk gróft hnetusmjör (frá Sollu).
- 1 1/2msk hunang
Ég byrjaði á því að hakka döðlurnar og taka þær síðan til hliðar á meðan ég hakkaði hesilhneturnar og möndlurnar saman. Síðan blandaði ég döðlunum og restinni út í og blandaði þessu vel saman. Svo tók ég ferhyrningslagað box og þjappaði öllu og dreifði vel í botninn. Dreifði síðan smá súkkulaði ofan á.
Ofan á:
- 2tsk kókosolía
- 70gr 70% súkkulaði
- 2 dropar af piparmyntu steviu (þarf alls ekki).
Síðan bræddi ég þetta saman í potti við vægan hita og hellti síðan yfir alla kökuna í boxinu og skellti þessu í frysti. Myndi láta þetta vera í svona klst í frysti áður en þið fáið ykkur smakk því þá er súkkulaðið og kakan orðin föst saman. Ég losaði þetta úr forminu og skar í nokkra bita svo ég gæti alltaf nappað einum mola þegar mig langaði í, sem er svona á 10min fresti 😉
Verði ykkur að góðu 🙂
– erlagudmunds
ókey sæll prufa þetta þegar ég fæ mín vanföstu krave:)
Líkar viðLíkar við