Nutellahnetuostakaka.

Image

Í dag fékk ég hrikalega löngun í að baka eitthvað og endaði á því að baka 1 ostaköku, kanilsnúða með karamelluglassúr og hrökkbrauð. Uppskriftir af öllu þessu munu detta hérna inn á bloggið einn daginn, en nú ætla ég að henda inn uppskrift fyrir ostakökunni sem ég ákvað að prufa. Ég rakst á uppskrift frá Nigellu með hesilhnetuostaköku, ég notaði hana í grunninn en breytti smávegis. Ég er ekki ostaköku týpa, en þessi kaka er unaðslega góð. Ég á erfitt með að hætta að borða.

Botn:

  • Heill kassi af LU Bastogne kexinu.
  • 2 tsk nutella
  • 75gr ósaltað íslenskt smjör
  • 3 tsk hakkaðar hesilhnetur

Byrjið á því að henda kexinu í matvinnsluvélina og hakka það vel, síðan má bæta við smjörinu og blanda því vel saman við. Að lokum setjiði hneturnar og nutella smjörið saman við og blandið vel. Síðan er þessu hellt í form og þrýst vel ofan í botninn. Passa að dreifa vel. Síðan hendiði þessu í kælinn og látið bíða þar á meðan að þið sansið kökuna sjálfa eða fyllinguna.

Kakan:

  • 500gr rjómaostur.
  • 80gr flórsykur (sigtaður).
  • 1x dós af Nutella smjöri (ég fór ódýrari leiðina og keypti bara hesilhnetusmjör frá Euroshopper, það er mjög gott).
  • 2stk kókosbollur

Byrjið á því að hræra rjómaostinn og flórsykurinn vel saman. Síðan er nutellanu bætt út í og hrært vel. Ég ákvað að setja kókosbollur út í líka, sjá hvernig það kæmi út, það var btw hrikalega gott. Hrærið þeim vel saman við allt saman. Takið síðan botnin út úr ísskápnum og hellið þessu yfir og dreifið vel. Þetta á að vera inn í ísskáp í svona 4klst eða yfir nótt, en ég flýtti aðeins fyrir með því að henda þessu í frystinn í smá tíma. Tók þetta út eftir ca. 1 1/2klst og setti kökuna þá á disk og skreytti með hesilhnetuflögum og kókosflögum.

Image

Ég mæli hiklaust með þessari sem eftirrétt eða bara með sunnudagskaffinu, hún er alltof góð.

Image

Verði ykkur að góðu.

– erlagudmunds

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s