Súkkulaðikaka m/jarðaberjarjóma & góakúlukremi

IMG_20140920_171801

Kærastinn minn átti afmæli í vikunni og var ég búin að ákveða að útbúa þessa handa honum. Því miður fékk hann þó ekki kökuna á afmælisdaginn sinn þar sem haustflensan ákvað að kíkja í heimsókn til mín daginn fyrir og sá til þess að ég hafði ekki orku í neitt, en hann fékk nú samt hrikalega góða bakarísköku á afmælisdaginn. Ég kunni samt ekki við að rjúfa hefðina og ákvað að henda í afmælisköku í morgun áður en ég myndi demba mér í lærdóminn, þetta var meira svona afsökun til þess að byrja ekki á lærdómnum strax, þið kannist kannski við frestunaráráttuna góðu. En allavega þá heppnaðist þessi dásemd mjög vel og mun ég alveg hiklaust henda í eina svona aftur.

Botn:

  • 2 1/4 dl Agave sýróp
  • 3 egg
  • 200 gr íslenskt smjörlíki
  • 200 gr 70% súkkulaði
  • 1 dl spelthveiti (fínt). Hægt að nota gróft líka en þá er gott að sigta það út í deigið.

IMG_20140920_171156IMG_20140920_171234

Fyrst er Agavesýrópinu og eggjunum blandað saman í skál og látið þeytast vel saman. Á meðan þetta tvennt þeytist þá er gott að bræða smjörið og súkkulaðið saman í potti, við vægan hita. Þegar deigið er orðið fallega kremgult á litinn þá stillum við hrærivélina á 1 og hellum súkkulaðiblöndunni varlega út í, látum það svo blandast vel saman. Því næst má bæta spelthveitinu við og hræra smá. Stillið ofninn á 170°c og blástur, skellið kökunni inn í og bakið í  ca. 25 – 30min, 25min er oftast alveg nóg.

IMG_20140920_171433IMG_20140920_171617

Ofan á:

  • 250 ml rjómi
  • 150 gr jarðaber (niðurskorin)
  • 100 gr góu karamellukúlur

IMG_20140920_171648

Þeytið rjómann og skerið jarðaberin smátt niður áður en þið blandið þeim saman við. Ég myndi láta kökuna kólna vel áður en þið skelið rjómanum á, best að leyfa henni að kólna smá á borðinu eftir að hún hefur verið tekin úr ofninum og skella henni svo inn í ísskáp í smá stund. Til að toppa kökuna bræddi ég svo ca. 100gr af góa karamellukúlum með smá rjómaslettu og sletti vel yfir rjómann. Ég leyfði karamellublöndunni að kólna smá áður en ég sletti henni yfir rjómann svo hann myndi ekki leka allur af.

IMG_20140920_171723

IMG_20140920_171840

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd