Syndsamlega góð Daimskyrterta.

IMG_20140926_165152

Þessi skyrterta er með bestu skyrtertum sem ég hef smakkað, hún er alveg hættulega góð. Kærastinn minn kom heim eftir vinnu og sá þessa inn í ísskáp, til að gera langa sögu stutta þá held ég að það sé ekki mikið eftir af henni.

IMG_20140926_165904

IMG_20140926_170635

Botn:

 • Heill Lu Bastogne kex pakki.
 • 80 – 100 gr íslenskt smjör.

Brjótið kexið niður í matvinnsuvél og setið hana á fullt þar til kexið er orðið vel mulið. Næst klípið þið smjörið út í, gott að hafa smjörið í ca. 10-15min á eldhúsborðinu áður en það er sett út í, svo það hitni pínu. Ég þrýsti síðan botninum í formið og setti vel upp með hliðunum til þess að búa til skál og fyllti síðan upp í með ostafyllingunni. Skellið botninum inn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna svo hann nái að harðna.

IMG_20140926_170023

Fylling:

 • 250 ml rjómi
 • 400 gr vanilluskyr (gæti líka verið gott að nota karamelluskyr frá Kea).
 • 1 tsk vanillusykur
 • 80 gr hvítar súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus (brætt).
 • 40 gr karamellu pipp (brætt).
 • 2 stór Daim (smátt söxuð).

IMG_20140926_165949IMG_20140926_170102

IMG_20140926_170547

Byrjið á því að þeyta rjóman og bætið síðan vanillskyrinu saman við. Á meðan rjóminn var að þeytast þá bræddi ég hvíta súkkulaðið í potti við vægan hita og lét það kólna smá áður en ég bætti því við í fyllinguna. Einnig bræddi ég karamellupipp með smá rjómagusu út í við vægan hita til þess að skreyta kökuna með og ákvað að setja pínu af því út í fyllinguna til að fá smá lit. Síðast setti ég vanillusykurinn og daimið, blanda því vel saman. Hellið fyllingunni ofan í botninn og kælið í ísskápnum í smá tíma áður en skreytt er. Í skreytinguna fór 60 gr karamellupipp + smá rjómi og 2 tsk af sýrópi & smá niðurskorið Daim.

IMG_20140926_165633

IMG_20140926_165534

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Ein athugasemd á “Syndsamlega góð Daimskyrterta.

 1. Sæl þú ættir að prufa að nota Carnation cook with Caramel niðursoðna mjólk fæst í Asíubúðunum í staðin fyrir pippið sem þú settir saman við til að fá lit og karamellubragð.

  Líkar við

Færðu inn athugasemd við Kristján Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s