Marengsterta m/ hrís og myntupipp rjóma.

 IMG_20140708_181147

IMG_20141006_122026

Ég hef haft voða lítinn tíma til þess að baka seinustu daga. Skóli og tvær vinnur eiga líf mitt þessa dagana. Þannig ég ætla að henda inn uppskrift af sjúklega góðri marengstertu sem ég bakaði fyrir Vikuna í sumar, fyrir ykkur sem náðuð ykkur ekki í eintak.

Marengsbotn:

  • 150 gr sykur
  • 150 gr púðursykur
  • 4 eggjahvítur
  • 1-2 bollar mulið kornflex

Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn vel saman þar til blandan er orðin stíf. Bætið kornflexinu út í og hrærið varlega, gott að gera þetta bara með sleikju. Þið þurfið 2 bökunarplötur með bökunarpappír. Ég tók svo hringlaga kökuform sem ég á hérna heima og strikaði í kringum það á bökunarpappírinn og setti á bökunarplöturnar. Skiptið deiginu jafnt , dreifið vel og fyllið út í teiknuðu hringina. Bakist við 130°c á blæstri í ca. 50 – 60 min.

Fylling:

  • 5dl rjómi
  • 200 gr Nóa pipp með myntubragði (niðurskorið)
  • 4 bollar hrískúlur
  • 1/2 bolli bláber
  • 150 gr niðurskorin jarðaber.

Þeytið rjóman og bætið pippsúkkulaðinu og hrískúlunum saman við. Dreifið vel úr rjómanum á marengsbotninum og dreifið síðan bláberjum og jarðaberjum yfir rjómann. Setið hinn marengsbotnin ofan á og skreytið. Ég skreytti þessa með bræddu pippsúkkulaði með myntubragði og smá rjóma ásamt því að dreifa meiri jarðaberjum og bláberjum yfir.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd