Snickershrákaka

IMG_20141010_201615

IMG_20141010_201650

Jæja það er víst meistaramánuður í október og ákvað ég að henda í eina hráköku í tilefni þess. Mér finnst þessi alltaf jafn góð og er hún fullkomin þegar að sykurþörfin kallar.

Botn:

  • 100 gr hesilhnetur
  • 200 gr döðlur
  • 100 gr kókosflögur
  • 100 gr kasjúhnetur
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 msk kakó (ég notaði frá Nóa Síríus)

Byrjið á því að leggja döðlurnar í bleyti í volgt vatnt í smá stund. Hellið síðan vatninu af í vaskinn og setjið döðlurnar í matvinnsluvél. Þegar döðlurnar eru klárar þá tek ég þær úr og set til hliðar á meðan að ég hakka hneturnar. Hendið hnetunum og kókosflögunum saman í matvinnsluvélina og hakkið það gróft niður. Því næst bætið þið við döðlunum, hnetusmjörinu og kakóinu og blandið öllu vel saman. Takið fram kökuform, skiptir ekki máli hvernig það er í laginu, og þjappið blöndunni vel ofan í og kælið. Gott að henda í frystinn, þá er botninn fljótari að harðna. Í millið setti ég svo ca. 5 msk af hnetusmjöri frá Himneskri hollustu og dreifði því vel yfir botninn.

Ofan á:

  • 2 msk kókosolía (brædd)
  • 2 -3 msk kakó (Nóa Síríus).

eða

  • 1 msk kókosolía
  • 100 gr 70% súkkulaði frá Nóa Síríus (bræða þetta tvennt saman).

Ég notaði það fyrrnefnda í þetta skipti en hef einnig notað það síðara. Mér finnst bæði mjög gott, en þetta með 70% súkkulaðinu harðnar meira og finnst mér það persónulega betra.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s