Bingóricekrispies terta m/hraunrjóma.

DSC00968

DSC00969

Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þá fékk ég hugmyndina að því að búa til Rice krispies botn með Bingókúlum. Ég viðurkenni ég var pínu smeik hvernig það myndi tóna saman. En þetta var síðan svo bara hin besta blanda, hriiikalega góð kaka og hún sló rækilega í gegn. Mæli hiklaust með þessari, kom skemmtilega á óvart.

Botn: 

  • 100 gr íslenskt smjör
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 3 msk sýróp
  • 300 gr bingókúlur (150gr í botninn og 150gr brætt sér ofan á.)
  • ca. 150 – 200 gr. rice krispies

Hendið öllu í pott og bræðið við vægan hita. Ég setti 150 gr af bingókúlum með smjörinu, súkkulaðinu, sýrópinu og rice krispies. Hin 150 gr bræddi ég sér í pott með smá rjómaslettu út í og skellti síðan yfir botninn þegar hann hafði verið inn í ísskáp í ca. klst.

IMG_20141014_114442

IMG_20141014_114506

DSC00954

Ofan á:

  • 250 ml rjómi
  • 2 stk Risa hraun frá Góu
  • 250 gr jarðaber

Þeytið rjómann og saxið hraunsúkkulaðið, frekar gróft, á meðan. Bætið hrauninu saman við rjómann þegar búið er að þeyta hann. Skellið ofan á botninn og skreytið síðan með jarðaberjum.

DSC00959

DSC00958

DSC00963

DSC00975

Verði ykkur að góðu

erlaguðdmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s