Súkkulaðimyntu cupcakes m/ After eight kremi.

DSC00983

DSC00986

Þessar voru smá tilrauna cupcakes. Ég elska heitt myntusúkkulaði og langaði rosa mikið í einhverskonar köku með súkkulaði og myntu saman og úr varð after eight cupcakes. Kökurnar voru deelish og kremið líka, þó svo að ég hefði viljað fá fallegri lit á kremið, ég setti óvart of mikið af matarlit. En allir sem smökkuðu gáfu þessum mjög góða einkunn og þær kláruðust nánast strax, svo ég held það sé óhætt að baka þessar einhverntíman aftur.

Uppskrift:

  • 350 gr hveiti
  • 225 gr sykur
  • 2 msk kakó
  • 1 tsk matarsódi
  • 175 gr íslenskt smjör (brætt)
  • 2 egg
  • 150 ml ab mjólk
  • 3 tappar af piparmyntudropum
  • 200 gr Myntupipp frá Nóa Síríus (niðurskorið).

Blandið öllum þurrefnunum saman og bætið síðan við smjöri, eggjum, ab mjólk og piparmyntudropunum og hrærið vel. Þegar deigið er orðið brúnt og fínt þá er óhætt að bæta við niðurskornu pippinu. Ég skar pippið ekkert alltof smátt, vildi hafa bitana frekar grófa. Þegar þessu hefur svo öllu verið blandað vel saman þá er bara að setja í formin. Ég keypti mér form hjá Allt í Köku sem er algjör snilld og núna verða kökurnar meiri að ofan heldur en áður hjá mér.
Bakið kökurnar við 180°c í ca. 15 – 20 mín. Ég myndi stinga prjón eða gaffli í miðjuna á einni eftir 15 mín og ef ekkert kemur upp með prjóninum þá er kakan klár.

DSC00944

DSC00947

DSC00941

DSC00949

DSC00951

DSC00952

Krem:

  • 250 gr íslenskt smjör
  • 4 msk flórsykur
  • 1 egg
  • 1 tsk vanillusykur
  • 3-4 tappar af piparmyntudropum
  • smá matarlit
  • After eight fyrir skreytingu.

Skerið smjörið i litla bita og skellið í skálina. Hrærið smjörið vel eða þar til það er orðið mjúkt og fínt, áður en þið bætið einhverju öðru út í. Þegar smjörið er klárt má bæta egginu saman við og hræra vel. Næst setjið þið flórsykurinn og vanillusykurinn út í, ég sigtaði sykurinn svo ekki kæmu kekkjir. Næst má setja matarlit og piparmyntudropa eftir smekk. Ég setti ca. 4 tappa af piparmyntudropum í kremið og myntubragðið var eiginlega akkúrat, ekki of mikið og ekki of lítið. Ég keypti mér svo nýjan stjörnustút hjá Allt í Köku og þvílíkur munur á því að gera blóm eða önnur flott skraut á kökurnar, mæli eindregið með þeim ef þið viljið ná fram fallegri skreytingu. Til að toppa kökurnar bræddi ég síðan nokkur After eight með smá rjóma út í og skellti yfir kökurnar. Skar einnig After eight til helminga og setti á kremið.

DSC00976

DSC00978

DSC00984

Ég mæli með því að þið prufið þessar, mig hlakkar til að baka góðan skammt af þeim aftur.

Verði ykkur að góðu

erlaguðdmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s