Himnesk Bountyskyrterta

Bloggmynd

Bloggmynd 3

Mig langaði í smá nammiköku á sunnudaginn og ákvað að kíkja í Krónuna. Mér finnst kókos eitt það besta sem ég fæ ásamt Oreo og varð því þessi blanda til. Ég skal vera alveg hreinskilin, ég var ekki viss um það hvort þessi kaka myndi ganga. En ég get svo svarið það að þessi er ávanabindandi. Ég átti erfitt með að hætta, svo góð er hún. Mæli klárlega með þessari fyrir næsta nammidag eða kaffiboð !

Botn:

  • 1 – 1 1/2 kassi af Oreo kexi.
  • 100 gr íslenskt smjör (við stofuhita).

DSC01006

DSC01005

Skellið kexinu í matvinnsluvélina og setjið á fullt. Næst kemur smjörið, ég skar það niður í litla bita áður en ég setti það í matvinnsluvélina með oreo kexinu. Þegar kexið og smjörið hafði blandast vel saman, þá skellti ég því í botninn á kökuforminu og þrýsti því vel niður. Skellið botninum inn í kæli á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling:

  • 250 ml rjómi
  • 300 gr vanilluskyr frá skyr.is
  • 1 tsk vanillusykur
  • 100 gr hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus (brætt).
  • 9 litlir bounty bitar
  • 3x kókosbollur

DSC01008

DSC01010

Byrjið á því að þeyta rjóminn og bætið síðan skyrinu út í, hrærið varlega saman. Næst fer vanillusykurinn og hvíta súkkulaðið út í, blandið vel.  Ég skar bounty bitana smátt og kókosbollurnar gróft, blandaði því svo saman við blönduna með sleikju. Þá er fyllinginn klár og henni skellt ofan á oreobotninn og geymd inn í kæli í nokkrar klst. Ég gerði kökuna að kvöldi til svo ég geymdi kökuna í kæli yfir nóttu og daginn eftir var hún orðin nógu stíf til þess að ég gæti losað hana úr forminu og skellt henni á kökudisk. Skreytti svo með nokkrum bræddum súkkulaðidropum frá Nóa Síríus.

Bloggmynd 2

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir 

2 athugasemdir á “Himnesk Bountyskyrterta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s