Karamellusprengja

IMG_20141030_225037

IMG_20141101_142805IMG_20141101_142838

Ókei, þessi kaka. . . Ég á erfitt með að lýsa henni. Hún er eiginlega ‘the ultimate’ nammiterta, hrikalega var hún góð. Ég borða ekki rjóma og finnst hann alls ekki góður, en ákvað að smakka þessa og það var vel þess virði. Rjómabragðið finnst ekkert heldur bara himneskt karamellubragð og hún hreinlega bráðnar upp í manni. Mun klárlega henda í þessa aftur og mæli með að þið gerið slíkt hið sama.

Rice krispies botn:

  • 100 gr suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
  • 80 gr smjörlíki
  • 3 msk sýróp
  • 150 gr Nóa Síríus rjómakúlur
  • 200  gr Rice krispies (í raun bara eftir smekk hvers og eins)

Bræðið smjörið, súkkulaðið, sýrópið og rjómakúlurnar í potti á vægum hita. Þegar rjómakúlurnar eru alveg bráðnaðar þá má hella Rice krispies saman við og blanda vel með sleikju. Skellt í form og kælt í ísskápnum í ca. klst.

Rjómafylling:

  • 250 ml rjómi
  • Heill poki af karamellu Nóa Kropp.

Setjið Nóa kroppið í poka og lemjið hann með buffhamri (eða bara einhverju) og blandið síðan saman við þeyttan rjómann.

DSC01046

DSC01051

DSC01052

Marengsbotn:

  • 100 gr sykur
  • 100 gr púðursykur
  • 2 – 3 eggjahvítur
  • 1 stk Risa Hraun (smátt saxað).

Þeytið sykurinn, púðursykurinn og eggin vel saman eða þar til blandan er orðin stífþeytt. Skerið hraunið niður, frekar smátt, og blandið út í með sleikju. Bakist við 150°c í ca. 30 – 40 mín.  Til að toppa kökuna bjó ég til smá karamellubráð sem var 150 gr rjómakúlur frá Nóa Síríus og smá rjómasletta, brætt við vægan hita. Skellti því svo yfir kökuna og skreytti með hindberjum og muldu karamellu Nóa Kroppi.

DSC01042

DSC01040

IMG_20141101_142909

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s