Dásamlegir lakkrístoppar.

IMG_20141116_192948

IMG_20141116_182934

Ég elska lakkrístoppa og þeir hafa alltaf verið uppáhalds jólakökurnar mínar. Þeir eiga það til að hverfa á einum degi. Ég ákvað að gera þessa pínu stærri en vanalega og það kom mjög vel út. Þeir brögðuðust guðdómlega vel og lúkkuðu einnig. Ég get ekki beðið eftir því að byrja jólabaksturinn eftir prófin og deila uppskriftum með ykkur. En hér kemur uppskrift ef þessari dásemd.

Uppskrift:

  • 200 gr púðursykur
  • 3 eggjahvítur
  • 150 gr kókosmjöl
  • 150 gr Síríus súkkulaði m/ núggat (gróft saxað).
  • 150 gr lakkrískurl frá Nóa Síríus

Þeytið sykurinn og eggjahvíturnar vel saman, þar til stífþeytt. Bætið við kókosmjölin og hrærið á litlum hraða. Næst bætið þið við lakkrískurlinu og súkkulaðinu með sleikju. Ég skellti deiginu inn í ísskáp í ca. 20mín til þess að fá það aðeins stífara og það virkaði vel. Stillið ofnin á 180°c og bakið í ca. 9 – 10min.

IMG_20141116_192846

IMG_20141116_192923

Ég bræddi síðan dökkan súkkulaðihjúp frá Nóa Síríus með smá rjómaslettu út í, yfir vægum hita í potti og skreytti kökurnar.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmunsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s