Hnetusmjörskökur

IMG_20141209_165207

Þessir hafa alltaf verið bakaðir heima frá því að ég man eftir mér. Uppáhalds jólakökurnar hans pabba. Ég man mér fannst alltaf lang skemmtilegast að hjálpa mömmu að baka þessar því ég fékk alltaf að setja súkkulaðidropana á, já það þurfi lítið til að gleðja mann. Mér fannst vanta smá jólafílingin heima í Reykjavík svo ég ákvað að taka mér smá pásu frá lærdóm og baka nokkrar sortir. Nú sit ég með glósurnar og nokkrar hnetusmjörskökur við hliðina á mér, gerir lærdóminn svo sannarlega betri.

Uppskrift:

 • 2 bollar púðursykur
 • 125 gr smjörlíki (við stofuhita)
 • 1 bolli crunchy hnetusmjör (ég notaði frá Himneskri hollustu)
 • 1 egg
 • 2 msk mjólk
 • 1 tappi vanilludropar
 • 2 bollar hveiit
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk salt
 • Súkkulaðidropar frá mónu (dökkir)

Byrjum á því að skella púðursykri og smjörlíki saman í skál og hrærum það saman í smá stund. Síðan er hnetusmjörinu bætt við og hrært örlítið saman við. Því næst er öllu hráefninu bætt út í. Ath. súkkulaðidroparnir fara ekki út í deigið. Þegar deigið er klárt þá bý ég til litlar kúlur og skelli á bökunarpappír og set svo súkkulaðidropana ofan á. Passið ykkur á að ýta þeim ekki mikið niður því þá geta kökurnar orðið of flatar. Gott að rétt ýta súkkulaðidropunum á kúlurnar og skella þeim svo inn í ofn. Bakist við 180°C í ca. 8-10 min.

IMG_20141209_165407

IMG_20141209_165434IMG_20141209_165334

IMG_20141209_165305

Þessir eru geðveikir með glasi af ísskaldri mjólk.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Ein athugasemd á “Hnetusmjörskökur

 1. Ég hef líka alist upp með þessari uppskrift um hver jól en við setjum súkkulaðidropann á þegar kökurnar eru heitar og nýkomnar úr ofninum. En það má hver og einn ráða því 😀

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s