Lionbar smákökur

IMG_20141211_224713

Þessa uppskrift eiga eflaust margir og baka fyrir hver jól. Þær eru alveg rosalega góðar og klárast mjög fljótt. Þessi uppskrift gefur alveg þó nokkrar kökur en ég myndi tvöfalda hana ef hún á að duga út jólin eða lengur. Mæli hiklaust með því að prufa þessar ef þið hafið ekki gert það nú þegar, þær eru mjög góðar.

Uppskrift:

  • 150 gr púðursykur
  • 100 gr smjörlíki (við stofuhita)
  • 1 egg
  • 150 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tappi vanilludropar
  • 150 gr lion bar
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 60 gr hesilhnetur (hakkaðar)

Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið síðan egginu við. Því næst er hveiti, matarsóda, salti og vanilludropum bætt við og hrært vel saman við. Seinast fer súkkulaðið, lionbarið og hneturnar út í. Gott að blanda með sleif eða setja hrærivélina á lægsta. Þetta bakast svo á 180°C í ca. 8-10 min. Ég bakaði mínar í 8min og það var alveg nóg. Mæli með að þið takið kúfulla teskeið og búið til kúlur, það er góð stærð á kökunum.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s