Steikt skógarbleikja með sætum kart. og salati

IMG_20150120_205212

IMG_20150120_205245

 Ég elska þessa útgáfu af bleikjunni, steikt á pönnu með nóg af salati og sætum kartöflum. Mamma gerði þessa oft þegar ég bjó heima en ég hafði aldrei þorað að gera sjálf, en það var alveg óþarfa stress þar sem þetta er rosalega einfalt í eldamennsku og tekur alls ekki langan tíma.

IMG_20150120_205345

Sætar kartöflur:

 • 1 heil sæt kartafla
 • Olía
 • Maldon salt
 • Svartur pipar
 • Eðal hvítlauksblanda frá Pottagöldrum

Skar kartöflurnar í bita eins og myndin sínir, hellti smá olíu yfir og kryddaði með maldon salti, svörtum pipar og eðal hvítlauksblöndu. Hitið ofnin í 200°c og eldið í ca. 30 – 40 min. Munið að hræra vel í kartöflunum á svona 10 min fresti.

IMG_20150120_205410

IMG_20150120_205321

Bleikja:

 • 1 gott flak af skógarbleikju (má nota hvaða bleikju sem er)
 • 2 kúfaðar msk fínt spelt
 • lime pipar (frá santa maria)
 • svartur pipar
 • aromat
 • maldon salt

Blandið speltinu og kryddinu saman í skál, ég set ekki neinar mælieiningar fyrir kryddið en setið vel af lime- og svarta piparnum, annars er það bara smekksatriði. Veltið bitunum upp í blöndunni og skellið á heita pönnu með smá olíu. Ég byrja á því að steikja bitana þeim megin sem roðið er svo að auðvelt sé að fjarlægja roðið af eftir steikingu. Steikið báðum megin í ca. 4 – 5 min eða þar til fiskurinn er farin að brúnast örlítið og þá er hann tekin af pönnunni, roðið tekið af og hann penslaður með agave sýrópi.

Í salatið notaði ég spínat, mangó, vínber, jarðaber, papriku og kirsuberjatómata. Það má að sjálfsögðu setja hvað sem er í salatið. Ég var einnig með hunangssólblómafræ en þau gerði ég með því að setja 4 tsk af hunangi á pönnu og ca. 2 – 3 msk af sólblómafræjum og lét það brúnast á pönnunni. Þessu er svo dreift yfir salatið.

Mæli eindregið með því að þið prufið þessa útgáfu, hvort sem þið borðið bleikju eða ekki.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s