Karen vinkona átti afmæli um daginn og ég lofaði henni víst afmælisköku þannig ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti og hanna einhverja nammibombu fyrir hana, sem ég held mér hafi tekist. Nutellarjómi, maltersers, oreo, dumle karamellur og jarðaber! Ég verð eiginlega að baka þessa aftur því ég náði ekki að smakka, en Karen gaf henni góða dóma svo ég held það sé óhætt að mæla með þessari. Það er líka stutt í helgina og nammidagur handan við hornið, þá er þessi tilvalin.
Marengsbotn:
- 150 gr púðursykur
- 150 gr sykur
- 4 eggjahvítur
- 2 bollar mulið rice krispies
- 1 bolli karamellukurl frá Nóa síríus
Stífþeytið eggjahvíturnar, púðursykurinn og sykurinn. Bætið síðan rice krispies og karamellukurli varlega út í með sleikju. Setið í tvö hringlaga form eða á bökunarpappír og bakið við 130°c í ca 50min.
Fylling og toppur:
- 500 ml rjómi
- 3 – 4 msk Nutella (eða hvaða súkkulaðismjör sem er)
- 1 maltersespoki
- 1 pakki oreo kex
- Nokkrar dumle karamellur
Þeytið allan rjóman fyrst og bætið síðan nutellanu saman við, rjóminn verður pínu flatari en alls ekki verri. Takið helmingin af rjómanum og dreyfið yfir neðri botninn. Skerið niður hálfan poka af maltersers og hálfan kassa af oreo kexinu, frekar gróft, og dreyfið yfir rjómann. Setið hinn botnin ofan á og restina af rjómanum ofan á hann. Skerið síðan hinn helminginn af malterserspokanum og oreokexpakkanum og dreyfið af vild yfir rjómann. Ég bræddi síðan ca. 6-8 dumble karamellur í potti með smá rjóma og dreyfði vel yfir kökuna. Skreytti síðan með jarðaberjum.
Verði ykkur að góðu.
erlaguðmundsdóttir