Bóndadagssæla

IMG_20150125_111859

IMG_20150125_111816

Mig langaði að gera einhvern eftirétt með steikinni á bóndadaginn og fékk þá þessa hugmynd. Þessi uppskrift er fyrir 2 – 3, þannig ef þið ætlið að búa til fyrir fleiri þá mæli ég með því að tvöfalda uppskriftina. Okkur fannst þessi réttur hrikalega góður og mun ég alveg klárlega gera hann aftur. Mjög auðvelt og tekur alls ekki langan tíma að útbúa.

Súkkulaðimús:

  • 250 ml rjómi
  • 60 gr íslenskt smjör
  • 200 gr 70% nóa síríus súkkulaði
  • 2 egg
  • 1 tsk vanillusykur

Gott er að byrja á því að þeyta rjóman og á meðan hann þeytist að bræða súkkulaðið og smjörið saman í potti. Leyfið súkkulaðinu að kólna pínu áður en þið skellið eggjunum út í. Byrjið á að setja eitt egg og hrærið svo, ég hrærði bara varlega með gaffli og bætti síðan síðara egginu út í ásamt vanillusykrinum. Þegar búið er að hræra þessu öll saman þá er súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman við stífþeyttan rjóman, ég setti fyrst helming og blandaði saman mjög varlega með sleikju og skellti síðan restinni út í. Þá er súkkulaðimúsin klár og gott að geyma hana inn í ísskáp á meðan þið framkvæmið hitt.

Jógúrt og nammi:

  • 3/4 dós af grískri jógurt ( eða 250 ml rjómi)
  • 150 gr karamellu Nóa Kropp
  • ca. 12 Dumle karamellur
  • Jarðaber sem skraut

Þar sem ég borða ekki rjóma þá notaði ég gríska jógurt en rjómin er eflaust betri fyrir þá sem finnst hann góður. Ég byrjaði á því að bræða dumle karamellurnar með smá rjóma, við vægan hita í potti. Hrærði síðan grísku jógúrtina og bætti 2 tsk af dumle blöndunni saman við. Í botninn á glasinu setti ég karamellu Nóa Kropp, ég muldi það með því að setja allt í poka og lamdi svo með buffhamri. Ofan á Nóa Kroppið setti ég slatta af súkkulaðimús, ég notaði sprautupoka en líka hægt að setja bara með skeið. Því næst setti ég grísku jógúrtina eða rjóman (fer eftir því hvað þið ákveðið að nota), Nóa Kropp ofan á það og 3 tsk af Dumbleblöndunni. Ofan á þetta fer svo meira af súkkulaðimúsinni, restin af Nóa Kroppinu og Dumle blöndunni. Síðan skreytti ég með nokkrum jarðaberjum.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s