Ein sumarleg og góð!

IMG_20150225_152304

Í skammdegisþunglyndinu ákvað ég að skella í eina einfalda og sumarlega. Þessi er hrikalega góð og létt. Mæli eindregið með að þið prufið þessa, tekur enga stund að útbúa.

Botn:

  • 70 gr smjörlíki
  • 100 gr Góa kúlur
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 2 – 3 msk sýróp
  • 150 gr rice krispies

Skellið smjörlíkinu, Góa kúlunum, suðusúkkulaðinu og sýrópinu saman í pott. Þegar allt er orðið vel bráðið þá má taka pottin af hitanum og skella rice krispies saman við, því er blandað vel saman við með sleikju. Þetta er svo sett í kökuform, ég setti bökunarpappír í botninn til þess að kakan myndi losna vel úr, og skellt inn í kæli.

Ofan á:

  • 250 ml rjómi
  • 2 -3 Toffe Crisp súkkulaðistk
  • Jarðaber
  • 50 gr góa kúlur (+ rjómasletta)

Þeytið rjómann og blandið toffe crisp súkkulaðinu saman við, ég skar súkkulaðið frekar gróft. Síðan bræddi ég Góa kúlur með smá rjóma í potti og sletti vel yfir kökuna. Skreytti síðan með jarðaberjum.
Fullkomin samsetning!

IMG_20150225_161922

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s