Mars ostakaka

IMG_20150321_183457

EIns og þið hafið kannski tekið eftir á blogginu hjá mér þá er ég mikið fyrir rice krispies og karamellu, þessi tvenna getur hreinlega ekki klikkað. Mig langaði að prufa að blanda því saman við ostaköku og kom líka bara svona glimrandi vel út. Mæli hiklaust með þessari, hún er ljúffeng.

Botn:

  • 80 gr smjörlíki
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 1 lítið mars stykki
  • 3 msk sýróp
  • 150 gr rice crispies

Þessu er öllu blandað saman við vægan hita í potti. Ég set alltaf bökunarpappír ofan i formið til þess að auðvelda mér að losa botninn frá og til þess að fá kantinn á botninum þá þrýsti ég rice krispiesinu lítilega til hliðar.

Ostakaka:

  • 220 gr rjómaostur
  • 250 ml rjómi (þeyttur)
  • 2 lítil mars stykki
  • 1 tsk vanillusykur

Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Hrærið rjómaostinn vel, blandið síðan rjómanum saman við og hrærið þar til þetta er orðið vel blandað saman. Bætið síðan einni tsk af vanillusykrinum. Bræðið marssúkkulaðið við vægan hita í potti með smá rjóma út í. Kælið þetta síðan í smá stund áður en þið bætið saman við ostablönduna.

IMG_20150321_183829

Ofan á bræddi ég eitt lítið mars með smá rjóma og skvetti yfir kökuna. Skar einnig niður nokkur jarðaber og 2 lítil marsstykki fyrir skreytingar.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s