Mér fannst þetta alveg hrikalega gott, mikið bragð og ferskt með salatinu. Mæli hiklaust með að þið prufið þetta og um að gera að setja það sem hver og einn vill á bringurnar.
Uppskrift:
- 2 – 3 kjúllabringur
- Svartur pipar
- Ítölsk hvítlauksjurtablanda / Eðal hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
- Pestó
- Sveppir
- Parmesan ostur
- Rifin ostur
- Kirsuberjatómatar
- Spínat
- Paprika
Byrjið á því að hita bökunarofninn í 200°C og setja á blástur. Næst kveikti ég á eldavélinni, pönnuna á og smá olíu. Til að fá kjúllabringurnar flatar þá lamdi ég þær vel með buffhamar (með pinnahliðinni) og kryddaði þær báðum megin með svörtum pipar og hvítlaukskryddi áður en ég skellti þeim á pönnuna. Steikti báðar hliðarnar í ca. 2 mín á hvorri hlið, fer eftir því hvað pannan er heit. Þar næst setti ég bökunarpappír á plötu og skellti bringunum ofan á. Setti ca. 1 & 1/2 tsk af pestó á hvora bringu, 2 sveppi, parmesan ost og rifin ost eftir smekk. Líka mjög gott að steikja smá beikon eða sætar kartöflur og setja ofan á bringurnar. Þetta fer svo inn í ofn í ca. 7-10 min, fylgist bara vel með þeim. Þegar bringurnar eru eldaðar í gegn þá er óhætt að kippa þeim út og setja spínatið, tómatana og paprikuna yfir. Ég stráði líka smá meiri parmesan osti yfir.
Ég bjó einungis til tvær bringur fyrir okkur tvö, hefði mátt gera aðra í viðbót svo ég mæli með því að gera þrjár ef það á að elda fyrir tvo.
Verði ykkur að góðu
erlaguðmundsdóttir