Hnetusmjörsparadís

IMG_20150426_210836

Ég náði að sannfæra sjálfa mig að ég ætti skilið köku í prófalærdómnum og ákvað því að skella í eina í stað þess að læra. Þessi er ótrúlega góð, kremið á henni er það besta sem ég hef smakkað. Ef þú fílar hnetusmjör þá mæli ég með því að þú prufir þess, hún er dásemdin ein.

Uppskrift:

 • 2 bollar hveiti
 • 2 bollar sykur
 • 2 – 3 msk kakó
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • smá sjávarsalt
 • 2 – 3 msk hnetusmjör (má sleppa)
 • 1 1/2 – 2 bollar mjólk
 • 2 egg
 • 1 tappi vanilludropar eða 1 tsk vanillusykur
 • 3/4 bolli Isio olía
 • 150 gr karamellupipp (má einnig sleppa)

Ég byrjaði á því að skella öllum þurrefnunum saman í skál og blandaði með sleikju. Næst bætti ég við mjólkinni, eggjunum, vanilludropum, olíu og hnetusmjörinu. Þetta er síðan allt hrært saman þar til deigið lýtur vel út. Ef deigið er of blautt þá má bæta við smá hveiti. Næst klíndi ég tvö bökunarform út með smjörlíki og skipti síðan deiginu jafnt á milli í formin. Ég bætti við karamellupippi og ýtti þá molunum rétt ofan í deigið en það þarf ekki að hylja þá alveg. Þetta er eitthvað sem má alveg sleppa en mér persónulega fannst gott að fá smá karamellu með hnetusmjörinu. Þá er ekkert eftir nema að skella formunum inn í ofn en hann á að vera stilltur á 190° og blástur. Bakist í ca.17 – 22 mínútur, það fer rosalega eftir bökunarofnum þannig ég myndi fylgjast vel með kökunum eftir 17 mínútur. Þegar báðar kökurnar eru orðnar bakaðar í gegn þá er þeim kippt út úr ofninum og látnar kólna vel. Óþolinmóða ég skellti kökunum inn í ísskáp til að flýta fyrir en ekki er hægt að setja kremið á fyrr en kökurnar eru vel kólnaðar.

IMG_20150427_170758
Ég notaði þetta hnetusmjör, mjög gott og fæst í Krónunni.

IMG_20150427_170834

Hér er pippið komið með í deigið.

IMG_20150427_170901

Krem:

 • 250 gr íslenskt smjör (við stofuhita).
 • 1 egg
 • 4 msk flórsykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 3 msk hnetusmjör

Ég skar smjörið í litla bita og skellti þeim í hrærivélaskál þar sem ég lét hrærivélina sjá um að græja smjörið. Ég á reyndar svo glataða hrærivél að hún ræður oft á tíðum ekki við smjörið svo ég endaði á því að nota handþeytara. Það tekur lengri tíma en það tekst á endanum. Næst bætti ég við egginu og blandaði vel saman við smjörið. Síðan sigtaði ég flórsykurinn og vanillusykurinn saman við og lét hrærivélina ganga í smá stund. Seinast fer svo hnetusmjörið saman við og hrært þar til smjörkremið lítur vel út.  Þetta krem er algjörlega með því betra sem ég hef smakkað. Ef þið eruð miklir hnetusmjörs aðdáendur þá mæli ég klárlega með þessu kremi, ég hefði léttilega getað borðað það eintómt upp úr skálinni.

Ég skreytti kökuna svo með ca. 200gr af dökkum súkkulaðihjúp sem ég bræddi yfir vatnsbaði og Reeses kubbum.

IMG_20150427_170604

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s