Klassísk súkkulaðikaka m/ súkkulaðimyntukremi

IMG_20150608_191851

IMG_20150608_191830

Súkkulaði og piparmynta er mitt allra uppáhalds combo, það getur bara ekki klikkað. Þar sem ég átti afmæli á laugardaginn og fékk draumahrærivélina í afmælisgjöf þá var ekkert annað í stöðunni en að prufa vélina og varð þessi kaka fyrir valinu. Klassísk súkkulaðikaka með súkkulaðimyntu kremi sem er einu númeri of gott. Mæli með að þið prufið þessa.

Uppskrift:

  • 250 gr hveiti
  • 250-300 gr sykur
  • 125 gr brætt smjörlíki
  • 125 ml nýmjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tappi vanilludropar
  • 4 msk kakó
  • 2 egg

Þessu er öllu skellt í hrærivélina og hrært í 2 til 3 mínútur. Hægt að setja í hvaða form sem er, ég setti deigið í 2 hringlaga form. Þetta bakast svo í 20 – 25min við 180°C.

Súkkulaðimyntu smjörkrem:

  • 200 – 250 gr íslenskt smjör (við stofuhita)
  • 4 – 5 dl flórsykur
  • 4 msk kakó
  • 2 eggjarauður
  • 2 tappar af piparmyntudropum/stevíu

Ég skreytti síðan með Piparmyntu Nóa kropp til þess að fullkomna piparmyntubragðið.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s