Tagliatelle m/kjúkling og pestó.

IMG_20150903_213003

Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum og bý ég hann til reglulega. Hann er fljótlegur, einfaldur og ekki er bragðið að skemma fyrir.
Það sem þið þurfið er:

IMG_20150907_142121

3 litlar eða 2 stórar kjúklingabringur
3ja lita Pestó frá Ítalíu 
Sveppi
Íslenskt smjör
Svartar ólívur
Tagliatelle
Salt
Pipar
Eðal kjúklingakrydd (Pottagaldrar)

Sólblómafræ
Agavesýróp eða hunang
Parmesan ost (Má sleppa)

Aðferð: 

Ég byrja á því að kveikja á eldavélinni og skelli yfir potti með köldu vatni, smá salt og smá olíu. Þegar suðan kemur upp í þessum potti er tagliatellinu bætt út í. Það er misjafnt hversu lengi tagliatellið þarf að vera ofan í en það hefur oftast dugað að taka það upp úr eftir 9-10 min. Gott er að taka eina lengju upp úr og smakka.

Varðandi kjúklinginn og allt meðlæti þá byrja ég á því að skella pönnunni yfir með slatta af íslensku smjöri á. Mér persónulega finnst best að steikja sveppina og kjúklinginn upp úr íslensku smjöri, bæði upp á áferð og bragð. Ég byrja á því að steikja sveppina, pipra þá vel og hef þá á pönnunni þar til þeir eru orðnir vel brúnaðir og helli þeim yfir í skál. Næst sker ég kjúklingabringurnar niður í grófa bita og skelli á pönnuna. Ég þríf pönnuna ekki áður en ég steiki kjúklingabitana heldur bæti einungis við smjöri. Kjúklingabitana krydda ég með eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og smá Pipar. Þeir eru síðan hafðir á pönnunni þar til þeir eru fulleldaðir, mér finnst best að finna það út með því að taka 1 til 2 stærstu bitana af og skera þá í tvennt.

Eftir að hafa eldað kjúklinginn þá þríf ég pönnuna og set slatta af sólblómafræum á hana. Það þarf ekki endilega að setja hunang eða agave sýróp á fræin en mér finnst það bragðbetra. Ég sletti smá sikk sakk yfir fræin á pönnunni og læt þau brúnast í smá stund.

IMG_20150907_142057

Seinast er allt sett saman í eina skál og blandað vel saman áður en pestóinu er bætt við. Ég hef prufað þó nokkur pestó á þennan rétt en finnst 3ja lita pestóið frá Ítalíu vera lang best. Næst skar ég ólívur niður og bætti út í réttinn. Það má í raun leika sér endalaust með það hvað er sett út í réttinni. Einnig getur verið gott að steikja papriku með sveppunum, brúna kasjúhnetur eða eitthvað í þá áttina. Það fer í raun eftir smekk hvers og eins.

IMG_20150907_142028

Ég toppaði svo réttin með smá parmesan.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s