Súkkulaði salt karamellu draumur.

IMG_20151001_190733

IMG_20151001_190342

Þessi kaka er algjör draumur. Ég á eiginlega erfitt með að lýsa henni meira, þetta er kaka sem allir verða að smakka. Tilvalin fyrir komandi helgi.

Botn:

  • 3/4 pakki af LU Bastogne kexi
  • 3 lítil Daim
  • 70 gr íslenskt smjör

Ég byrja á því að setja kexið í matvinnsluvélina, þar næst fer Daimið og þegar þetta tvennt er tilbúið þá set ég smjörið. Blöndunni er svo þjappað vel ofan í bökunarform og skellt inn í ísskáp.

Súkkulaðimús:

  • 250 ml rjómi
  • 60 gr íslenskt smjör
  • 200 gr suðusúkkulaði
  • 2 egg
  • 1 tsk vanillusykur

Ég byrja á því að þeyta rjómann og set hann til hliðar á meðan ég bræði súkkulaðið og smjörið saman í potti. Eggjunum er síðan bætt út í súkkulaðiblönduna en gott er að leyfa henni að kólna smá áður en eggin eru sett út í. Gott er að blanda saman einu eggi í einu. Seinast setti ég svo vanillusykurinn. Þegar búið er að hræra þessu öll saman þá er súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman við rjóman, ég setti fyrst helming og blandaði saman mjög varlega með sleikju og skellti síðan restinni út í. Þá er súkkulaðimúsin klár og henni hellt ofan á botninn og dreift vel úr henni. Gott er að gera kökuna daginn áður eða snemma um daginn upp á að súkkulaðimúsin verði orðin stíf.

Söltuð karamella:

  • 1 bolli sykur
  • 50 gr íslenskt smjör
  • 1/2 bolli rjómi
  • 2 tsk sjávarsalt.

Ég stillti helluna á 6 og hellti sykrinum á pönnuna. Hræra vel í þessu þangað til allur sykurinn er bráðnaður. Sykurinn mun fara í köggla en það er eðlilegt svo þið haldið bara áfram að hræra. Þegar sykurinn er bráðnaður þá er smjörinu bætt saman við og pannan tekin af hellunni. Næst fer rjóminn út í og honum blandað vel saman. Seinast setti ég svo 2 tsk af sjávarsalti. Þessi blanda er svo látin kólna smá og skellt yfir kökuna.

Ég skreytti kökuna með Dumle Snacks – Original

IMG_20151001_192838

IMG_20151001_190112

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s