Sunnudagsbomba

IMG_20151025_144353

IMG_20151025_143956

Ég lofa ég fer að henda inn einhverri hollri uppskrift hérna. En fyrst þessi. Þessi er alltof góð. Ef ykkur langar í nammiköku þá myndi ég ekki hika við að prufa þess.

Súkkulaðibotn:

 • 3 bollar hveiti
 • 3 egg
 • 1 bolli sykur
 • 1/2 bolli Isio olía
 • 4 msk kakó
 • 2 bollar hreint jógúrt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tappi vanilludropar

Skellið öllu saman í skál og hrærið þar til blandan er orðin slétt. Spreyið eitt form með PAM sprey og hellið blöndunni ofan í formið. Bakist við 180°C í ca. 20 min.

Fylling:

 • 280 ml rjómi
 • 3 kókosbollur

Byrjið á því að þeyta rjómann. Ég setti síðan kókosbollurnar heilar ofan í skálina með þeytta rjómanum og lét hrærivélina sjá um að blanda þessu saman. Lét hrærivélina á miðlungs hraða í ca. 15 sekúndur. Rjómablöndunni er þá skellt ofan á súkkulaðibotninn og geymt inn í kæli.

Marengsbotn:

 • 100 gr púðursykur
 • 100 gr sykur
 • 3 eggjahvítur
 • 1 bolli rice krispies
 • 2 bollar hrís kúlur

Stífþeytið sykurinn, púðursykurinn og eggin. Bætið við rice krispies og hrís kúlum með sleif og passið að blanda vel saman. Marengsbotninn bakast svo við 150°C í ca. 30 – 40 mín. Gott er að láta botninn kólna í allavega klst áður en honum er skellt ofan á rjómablönduna.

IMG_20151025_144028

Til að toppa kökuna bræddi ég suðusúkkulaðidropa með smá rjóma og dreifði vel yfir marengstoppinn. Ég skar einnig niður 3 Twix og dreifði yfir alla kökuna.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s