Karamellumús m/ Toblerone

1930679_788158957976746_1873626893930087082_n
Þessi eftirréttur er dásemdin ein og alger sykurbomba. Ég mæli með að gera hann samdægurs því annars getur kexið orðið mjúkt en mér persónulega finnst það ekki gott. Ef ykkur vantar eftirrétt fyrir gamlárs þá mæli ég klárlega með þessum.

Karamellumús

300gr Síríus súkkulaði m/ karamellukurli og sjávarsalti
3 eggjahvítur
3 eggjarauður
2 msk stevia sykur (via health) – Má setja venjulegan sykur
250ml rjómi

Fylling

1stk Toblerone
1pk Maryland kex (rautt)
250gr jarðaberjaaska

1456699_790771591048816_6235689042948509327_n

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulaðið í potti og passið að brenna það ekki. Gott er að taka það af hitanum af og til og hræra vel. Setjið til hliðar og látið kólna.
 2. Setjið þrjár eggjahvítur í hrærivélaskál og þeytið þar til hvítan er orðin að froðu. Bætið þá sykrinum við og hrærið örlítið.
 3. Bætið þrem eggjarauðum saman við súkkulaðið. Gott er að setja eina í einu og hræra vel á milli.
 4. Blandið saman súkkulaðiblöndunni og eggjahvítublöndunni með sleikju. Gott er að gera þetta í þrennu lagi.
 5. Næst er rjóminn þeyttur og honum blandað saman við súkkulaðiblönduna. Þá er súkkulaðikaramellumúsin klár og þá er ekkert eftir nema að setja smá nammi með í eftirréttinn.
 6. Í botninn á glösum eða fínum eftirréttarskálum muldi ég niður maryland kex. Ég tók alveg heilan kexpakka og muldi niður. Ég setti u.þ.b. helminginn í botninn á glösunum.
 7. Ofan á kexið fer svo karamellumús, ofan á karamellumúsina fer svo meira kex og gróft skorið toblerone. Svo setti ég restina af músinni ofan á og toppaði með meira toblerone og jarðaberjum.

Hann hljómar kannski eins og vesenisverk en ég get lofað ykkur því að þetta tekur enga stund. Ég held ég hafi verið í mesta lagi 20min að útbúa hann og skella honum inn í ísskáp.

1656078_790771931048782_132699816698964807_n

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

6 athugasemdir á “Karamellumús m/ Toblerone

   1. Það fer líklegast eftir því hversu mikið er sett í glösin/skálina af mús, að sjálfsögðu getur þessi uppskrift dugað fyrir fleiri en 5 manns en eins og ég gerði eftirréttinn þá dugði þetta svona lítið 🙂 En það er bara fínt, þá er afgangs eftirréttur út vikuna 🙂

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s