Botn
300 gr maryland kex (ég notaði í rauðu pökkunum).
100 gr suðusúkkulaði gróft saxað.
100 gr íslenskt smjör (mjúkt).
Tobleronemús
2stk toblerone.
200 ml rjómi.
2 eggjarauður.
2 eggjahvítur.
1 msk stevia sykur Via Health.
Aðferð:
- Setjið kexið og suðusúkkulaðið (niðurskorið) í matvinnsluvél og allt á fullt.
- Næst er smjörinu bætt saman við og vélin sett aftur á fullt. Allt látið blandast vel saman.
- Sníðið bökunarpappír í hringlaga form og skellið maryland botninum ofan í. Þessu er þrýst vel ofan í botninn og upp hliðarnar.
- Botninum skellt inn í kæli og geymdur þar á meðan þið útbúið tobleronmúsina.
- Bræðið 2 stk af toblerone í potti við vægan hita, passið að hræra vel svo þið brennið ekki súkkulaðið. Þegar þetta er bráðið er pottinum skellt til hliðar og súkkulaðið látið kólna.
- Þeytið rjómann og setjið í sér skál.
- Þeytið eggjahvíturnar í smá stund og bætið svo við steviu sykrinum.
- Hrærið eggjarauðurnar saman við tobleronsúkkulaðið, ein rauða í einu. Því er svo blandað saman við eggjahvítufroðuna, varlega með sleikju. Seinast er þessu svo blandað saman við rjómann.
- Takið botninn út úr kæli og hellið músinni ofan á. Þetta er svo geymt inn í kæli í nokkrar klst eða yfir nótt en þá hefur músin náð að stífna vel.
- Ég skreytti með tobleron í hliðunum og skar síðan smá niður til að dreyfa yfir kökuna. (Ég keypti s.s. 4 stk af toblerone í heildina).
Verði ykkur að góðu
erlaguðmundsdóttir