Toblerone kaka

IMG_20160208_112002

Botn

300 gr maryland kex (ég notaði í rauðu pökkunum).
100 gr suðusúkkulaði gróft saxað.
100 gr íslenskt smjör (mjúkt).

Tobleronemús

2stk toblerone.
200 ml rjómi.
2 eggjarauður.
2 eggjahvítur.
1 msk stevia sykur Via Health.

IMG_20160212_111013

Aðferð:

  1. Setjið kexið og suðusúkkulaðið (niðurskorið) í matvinnsluvél og allt á fullt.
  2. Næst er smjörinu bætt saman við og vélin sett aftur á fullt. Allt látið blandast vel saman.
  3. Sníðið bökunarpappír í hringlaga form og skellið maryland botninum ofan í. Þessu er þrýst vel ofan í botninn og upp hliðarnar.
  4. Botninum skellt inn í kæli og geymdur þar á meðan þið útbúið tobleronmúsina.
  5. Bræðið 2 stk af toblerone í potti við vægan hita, passið að hræra vel svo þið brennið ekki súkkulaðið. Þegar þetta er bráðið er pottinum skellt til hliðar og súkkulaðið látið kólna.
  6. Þeytið rjómann og setjið í sér skál.
  7. Þeytið eggjahvíturnar í smá stund og bætið svo við steviu sykrinum.
  8. Hrærið eggjarauðurnar saman við tobleronsúkkulaðið, ein rauða í einu. Því er svo blandað saman við eggjahvítufroðuna, varlega með sleikju. Seinast er þessu svo blandað saman við rjómann.
  9. Takið botninn út úr kæli og hellið músinni ofan á. Þetta er svo geymt inn í kæli í nokkrar klst eða yfir nótt en þá hefur músin náð að stífna vel.
  10. Ég skreytti með tobleron í hliðunum og skar síðan smá niður til að dreyfa yfir kökuna. (Ég keypti s.s. 4 stk af toblerone í heildina).

IMG_20160212_111115

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s