Sunnudagsbomba

IMG_20151025_144353

IMG_20151025_143956

Ég lofa ég fer að henda inn einhverri hollri uppskrift hérna. En fyrst þessi. Þessi er alltof góð. Ef ykkur langar í nammiköku þá myndi ég ekki hika við að prufa þess.

Súkkulaðibotn:

 • 3 bollar hveiti
 • 3 egg
 • 1 bolli sykur
 • 1/2 bolli Isio olía
 • 4 msk kakó
 • 2 bollar hreint jógúrt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tappi vanilludropar

Skellið öllu saman í skál og hrærið þar til blandan er orðin slétt. Spreyið eitt form með PAM sprey og hellið blöndunni ofan í formið. Bakist við 180°C í ca. 20 min.

Fylling:

 • 280 ml rjómi
 • 3 kókosbollur

Byrjið á því að þeyta rjómann. Ég setti síðan kókosbollurnar heilar ofan í skálina með þeytta rjómanum og lét hrærivélina sjá um að blanda þessu saman. Lét hrærivélina á miðlungs hraða í ca. 15 sekúndur. Rjómablöndunni er þá skellt ofan á súkkulaðibotninn og geymt inn í kæli.

Marengsbotn:

 • 100 gr púðursykur
 • 100 gr sykur
 • 3 eggjahvítur
 • 1 bolli rice krispies
 • 2 bollar hrís kúlur

Stífþeytið sykurinn, púðursykurinn og eggin. Bætið við rice krispies og hrís kúlum með sleif og passið að blanda vel saman. Marengsbotninn bakast svo við 150°C í ca. 30 – 40 mín. Gott er að láta botninn kólna í allavega klst áður en honum er skellt ofan á rjómablönduna.

IMG_20151025_144028

Til að toppa kökuna bræddi ég suðusúkkulaðidropa með smá rjóma og dreifði vel yfir marengstoppinn. Ég skar einnig niður 3 Twix og dreifði yfir alla kökuna.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Súkkulaði salt karamellu draumur.

IMG_20151001_190733

IMG_20151001_190342

Þessi kaka er algjör draumur. Ég á eiginlega erfitt með að lýsa henni meira, þetta er kaka sem allir verða að smakka. Tilvalin fyrir komandi helgi.

Botn:

 • 3/4 pakki af LU Bastogne kexi
 • 3 lítil Daim
 • 70 gr íslenskt smjör

Ég byrja á því að setja kexið í matvinnsluvélina, þar næst fer Daimið og þegar þetta tvennt er tilbúið þá set ég smjörið. Blöndunni er svo þjappað vel ofan í bökunarform og skellt inn í ísskáp.

Súkkulaðimús:

 • 250 ml rjómi
 • 60 gr íslenskt smjör
 • 200 gr suðusúkkulaði
 • 2 egg
 • 1 tsk vanillusykur

Ég byrja á því að þeyta rjómann og set hann til hliðar á meðan ég bræði súkkulaðið og smjörið saman í potti. Eggjunum er síðan bætt út í súkkulaðiblönduna en gott er að leyfa henni að kólna smá áður en eggin eru sett út í. Gott er að blanda saman einu eggi í einu. Seinast setti ég svo vanillusykurinn. Þegar búið er að hræra þessu öll saman þá er súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman við rjóman, ég setti fyrst helming og blandaði saman mjög varlega með sleikju og skellti síðan restinni út í. Þá er súkkulaðimúsin klár og henni hellt ofan á botninn og dreift vel úr henni. Gott er að gera kökuna daginn áður eða snemma um daginn upp á að súkkulaðimúsin verði orðin stíf.

Söltuð karamella:

 • 1 bolli sykur
 • 50 gr íslenskt smjör
 • 1/2 bolli rjómi
 • 2 tsk sjávarsalt.

Ég stillti helluna á 6 og hellti sykrinum á pönnuna. Hræra vel í þessu þangað til allur sykurinn er bráðnaður. Sykurinn mun fara í köggla en það er eðlilegt svo þið haldið bara áfram að hræra. Þegar sykurinn er bráðnaður þá er smjörinu bætt saman við og pannan tekin af hellunni. Næst fer rjóminn út í og honum blandað vel saman. Seinast setti ég svo 2 tsk af sjávarsalti. Þessi blanda er svo látin kólna smá og skellt yfir kökuna.

Ég skreytti kökuna með Dumle Snacks – Original

IMG_20151001_192838

IMG_20151001_190112

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Tagliatelle m/kjúkling og pestó.

IMG_20150903_213003

Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum og bý ég hann til reglulega. Hann er fljótlegur, einfaldur og ekki er bragðið að skemma fyrir.
Það sem þið þurfið er:

IMG_20150907_142121

3 litlar eða 2 stórar kjúklingabringur
3ja lita Pestó frá Ítalíu 
Sveppi
Íslenskt smjör
Svartar ólívur
Tagliatelle
Salt
Pipar
Eðal kjúklingakrydd (Pottagaldrar)

Sólblómafræ
Agavesýróp eða hunang
Parmesan ost (Má sleppa)

Aðferð: 

Ég byrja á því að kveikja á eldavélinni og skelli yfir potti með köldu vatni, smá salt og smá olíu. Þegar suðan kemur upp í þessum potti er tagliatellinu bætt út í. Það er misjafnt hversu lengi tagliatellið þarf að vera ofan í en það hefur oftast dugað að taka það upp úr eftir 9-10 min. Gott er að taka eina lengju upp úr og smakka.

Varðandi kjúklinginn og allt meðlæti þá byrja ég á því að skella pönnunni yfir með slatta af íslensku smjöri á. Mér persónulega finnst best að steikja sveppina og kjúklinginn upp úr íslensku smjöri, bæði upp á áferð og bragð. Ég byrja á því að steikja sveppina, pipra þá vel og hef þá á pönnunni þar til þeir eru orðnir vel brúnaðir og helli þeim yfir í skál. Næst sker ég kjúklingabringurnar niður í grófa bita og skelli á pönnuna. Ég þríf pönnuna ekki áður en ég steiki kjúklingabitana heldur bæti einungis við smjöri. Kjúklingabitana krydda ég með eðal kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og smá Pipar. Þeir eru síðan hafðir á pönnunni þar til þeir eru fulleldaðir, mér finnst best að finna það út með því að taka 1 til 2 stærstu bitana af og skera þá í tvennt.

Eftir að hafa eldað kjúklinginn þá þríf ég pönnuna og set slatta af sólblómafræum á hana. Það þarf ekki endilega að setja hunang eða agave sýróp á fræin en mér finnst það bragðbetra. Ég sletti smá sikk sakk yfir fræin á pönnunni og læt þau brúnast í smá stund.

IMG_20150907_142057

Seinast er allt sett saman í eina skál og blandað vel saman áður en pestóinu er bætt við. Ég hef prufað þó nokkur pestó á þennan rétt en finnst 3ja lita pestóið frá Ítalíu vera lang best. Næst skar ég ólívur niður og bætti út í réttinn. Það má í raun leika sér endalaust með það hvað er sett út í réttinni. Einnig getur verið gott að steikja papriku með sveppunum, brúna kasjúhnetur eða eitthvað í þá áttina. Það fer í raun eftir smekk hvers og eins.

IMG_20150907_142028

Ég toppaði svo réttin með smá parmesan.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Frönsk m/ hnetusmjörskremi

IMG_20150903_213030

Þessi er algjört nammi og má segja að ein sneið sé nóg. En hún er hrikalega góð og mæli ég klárlega með henni fyrir nammidaginn. Í botninn er s.s. þessi klassíska franska súkkulaðikaka, hnetusmjörskrem ofan á og síðan toppað með snickers og bræddum góa kúlum.

Botn:

 • 4 stk egg
 • 2 dl sykur

Þetta er þeytt vel saman þar til þetta er orðið smá fluffy.

 • 200 gr íslenskt smjör
 • 200 gr súkkulaði
 • 1 dl hveiti

Smjörinu og súkkulaðinu er skellt saman í pott og brætt saman við vægan hita. Þessari blöndu er síðan hellt varlega út í eggja og sykurblönduna. Seinast er hveitinu svo bætt við. Kakan er svo bökuð við 175° í ca. 25min. Gott að stinga gaffli í miðjuna þegar að 20 min eru liðnar til þess að ath. hvort hún sé klár.

Hnetusmjörskrem:

 • 250 gr íslenskt smjör
 • 1 egg
 • 4 msk flórsykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 3 msk hnetusmjör

Byrjið á því að hræra smjörið, næst er egginu bætt út í og þetta látið blandast vel saman. Ég sigta síðan flórsykurinn og vanillusykurinn út í og seinast set ég hnetusmjörið.

Hnetusmjörskreminu er síðan bara skellt ofan á kökuna. Ég skar síðan 3 Snickers, frekar gróft, og dreifði yfir kökuna. Til að toppa sætindinn þá bræddi ég góa kúlur í potti með smá rjóma og sletti yfir kökuna.
Mæli klárlega með þessari, hún er einu númeri of góð.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

KaramelluTwix ostakaka

IMG_20150718_125250

Enn ein ostakakan hugsa eflaust margir. Þið verðið að afsaka, þær eru mitt allra uppáhalds og finnst mér mjög gaman að leika mér aðeins með þær. Þessi er eiginlega of góð. Bræddu góakúlurnar gera mjög mikið fyrir heildarbragðið. Mæli klárlega með þessari í sunnudagskaffið eða á nammidaginn.

Botn:

 • Ca. heill pakki Lu bastogne kex (skildi eftir 5 kexkökur).
 • 90 gr íslenskt smjör (við stofuhita)

Ég byrjaði á því að setja kexið í matvinnsluvél og á fullt. Næst skar ég smjörið í litla bita, bætti þeim út í og lét matvinnsluvélina á fullt. Ég skellti þessi svo í 24 cm form og þrýsti vel í botninn. Geymt í kæli á meðan að þið búið til fyllinguna.

Fylling:

 • 220 gr rjómaostur
 • 250 ml rjómi
 • 100 gr góa rjómakúlur
 • 100 gr nóa karamellukurl

Ég byrjaði á því að bræða góa kúlurnar í potti með smá rjóma út í, svo þær myndu kólna áður en þær færu út í fyllinguna. Næst þeytti ég rjómann, setti hann til hliðar og hrærði rjómaostinn. Rjómanum er svo blandað varlega saman við rjómaostinn. Næst bætti ég karamellublöndunni varlega saman við með sleikju. Seinast fer svo karamellukurlið. Ég setti karamellublönduna reyndar of snemma saman við og því varð kakan aðeins öðruvísi í útliti en hún var samt alls ekkert verri fyrir vikið.

Ég skreytti síðan með Twix súkkulaði.

IMG_20150718_184154

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Klassísk súkkulaðikaka m/ súkkulaðimyntukremi

IMG_20150608_191851

IMG_20150608_191830

Súkkulaði og piparmynta er mitt allra uppáhalds combo, það getur bara ekki klikkað. Þar sem ég átti afmæli á laugardaginn og fékk draumahrærivélina í afmælisgjöf þá var ekkert annað í stöðunni en að prufa vélina og varð þessi kaka fyrir valinu. Klassísk súkkulaðikaka með súkkulaðimyntu kremi sem er einu númeri of gott. Mæli með að þið prufið þessa.

Uppskrift:

 • 250 gr hveiti
 • 250-300 gr sykur
 • 125 gr brætt smjörlíki
 • 125 ml nýmjólk
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tappi vanilludropar
 • 4 msk kakó
 • 2 egg

Þessu er öllu skellt í hrærivélina og hrært í 2 til 3 mínútur. Hægt að setja í hvaða form sem er, ég setti deigið í 2 hringlaga form. Þetta bakast svo í 20 – 25min við 180°C.

Súkkulaðimyntu smjörkrem:

 • 200 – 250 gr íslenskt smjör (við stofuhita)
 • 4 – 5 dl flórsykur
 • 4 msk kakó
 • 2 eggjarauður
 • 2 tappar af piparmyntudropum/stevíu

Ég skreytti síðan með Piparmyntu Nóa kropp til þess að fullkomna piparmyntubragðið.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Mæðradagskakan

IMG_20150509_223415

IMG_20150509_223436

Í tilefni mæðradagsins ákvað ég að henda í eina góða köku fyrir múttu. Græjaði hana í gær og skutlaðist með hana upp í sveit í dag. Hún er alveg hrikalega góð og hnetubotninn tónar vel við súkkulaðimúsina. Mun klárlega gera þessa aftur og mæli með að þið prufið.

Botn:

 • 150 gr döðlur (lagðar í bleyti)
 • 100 gr hesilhnetur
 • 100 gr möndlur
 • 2 msk Agave sýróp
 • 2 msk hnetusmjör
 • 100 gr 70% súkkulaði
 • 1 tsk salt

Byrjaði á því að setja döðlurnar í volgt vatn og lét þær liggja þar í ca. 15 mínútur. Á meðan skellti ég möndlunum og hesilhnetunum í matvinnsluvél. Ég lét þær ekki vera of lengi, langaði að hafa þær pínu grófar. Næst bætti ég við hnetusmjöri og agavesýrópinu. Síðan losaði ég döðlurnar við vatnið og bætti þeim út í matvinnsluvélina. Seinast skar ég síðan niður 70% súkkulaði, frekar gróft og henti í matvinnsluvélina ásamt saltinu. Þegar þetta var klárt þá klæddi ég hringlaga bökunarform með bökunarpappír til þess að sporna gegn því að botninn myndi festast í forminu. Skellti síðan botninum í frysti og hann var orðin klár eftir 1 klst.

Súkkulaðimús:

 • 250 ml rjómi
 • 60 gr íslenskt smjör
 • 200 gr 70% súkkulaði
 • 2 egg
 • 1 tsk vanillusykur

Gott er að byrja á því að þeyta rjóman og á meðan hann þeytist að bræða súkkulaðið og smjörið saman í potti. Leyfið súkkulaðinu að kólna pínu áður en þið skellið eggjunum út í. Byrjið á að setja eitt egg og hrærið svo, ég hrærði bara varlega með gaffli og bætti síðan síðara egginu út í ásamt vanillusykrinum. Þegar búið er að hræra þessu öll saman þá er súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman við stífþeyttan rjóman, ég setti fyrst helming og blandaði saman mjög varlega með sleikju og skellti síðan restinni út í. Þá er súkkulaðimúsin klár og henni hellt ofan á botninn og dreift vel úr henni. Gott er að gera kökuna með 3 klst fyrirvara eða dags fyrirvara, en hún er best daginn eftir.

Ég skreytti með smá Hrís, Hindberjum og Brómberjum en það má að sjálfsögðu skreyta með hverju sem er.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Hnetusmjörsparadís

IMG_20150426_210836

Ég náði að sannfæra sjálfa mig að ég ætti skilið köku í prófalærdómnum og ákvað því að skella í eina í stað þess að læra. Þessi er ótrúlega góð, kremið á henni er það besta sem ég hef smakkað. Ef þú fílar hnetusmjör þá mæli ég með því að þú prufir þess, hún er dásemdin ein.

Uppskrift:

 • 2 bollar hveiti
 • 2 bollar sykur
 • 2 – 3 msk kakó
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • smá sjávarsalt
 • 2 – 3 msk hnetusmjör (má sleppa)
 • 1 1/2 – 2 bollar mjólk
 • 2 egg
 • 1 tappi vanilludropar eða 1 tsk vanillusykur
 • 3/4 bolli Isio olía
 • 150 gr karamellupipp (má einnig sleppa)

Ég byrjaði á því að skella öllum þurrefnunum saman í skál og blandaði með sleikju. Næst bætti ég við mjólkinni, eggjunum, vanilludropum, olíu og hnetusmjörinu. Þetta er síðan allt hrært saman þar til deigið lýtur vel út. Ef deigið er of blautt þá má bæta við smá hveiti. Næst klíndi ég tvö bökunarform út með smjörlíki og skipti síðan deiginu jafnt á milli í formin. Ég bætti við karamellupippi og ýtti þá molunum rétt ofan í deigið en það þarf ekki að hylja þá alveg. Þetta er eitthvað sem má alveg sleppa en mér persónulega fannst gott að fá smá karamellu með hnetusmjörinu. Þá er ekkert eftir nema að skella formunum inn í ofn en hann á að vera stilltur á 190° og blástur. Bakist í ca.17 – 22 mínútur, það fer rosalega eftir bökunarofnum þannig ég myndi fylgjast vel með kökunum eftir 17 mínútur. Þegar báðar kökurnar eru orðnar bakaðar í gegn þá er þeim kippt út úr ofninum og látnar kólna vel. Óþolinmóða ég skellti kökunum inn í ísskáp til að flýta fyrir en ekki er hægt að setja kremið á fyrr en kökurnar eru vel kólnaðar.

IMG_20150427_170758
Ég notaði þetta hnetusmjör, mjög gott og fæst í Krónunni.

IMG_20150427_170834

Hér er pippið komið með í deigið.

IMG_20150427_170901

Krem:

 • 250 gr íslenskt smjör (við stofuhita).
 • 1 egg
 • 4 msk flórsykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 3 msk hnetusmjör

Ég skar smjörið í litla bita og skellti þeim í hrærivélaskál þar sem ég lét hrærivélina sjá um að græja smjörið. Ég á reyndar svo glataða hrærivél að hún ræður oft á tíðum ekki við smjörið svo ég endaði á því að nota handþeytara. Það tekur lengri tíma en það tekst á endanum. Næst bætti ég við egginu og blandaði vel saman við smjörið. Síðan sigtaði ég flórsykurinn og vanillusykurinn saman við og lét hrærivélina ganga í smá stund. Seinast fer svo hnetusmjörið saman við og hrært þar til smjörkremið lítur vel út.  Þetta krem er algjörlega með því betra sem ég hef smakkað. Ef þið eruð miklir hnetusmjörs aðdáendur þá mæli ég klárlega með þessu kremi, ég hefði léttilega getað borðað það eintómt upp úr skálinni.

Ég skreytti kökuna svo með ca. 200gr af dökkum súkkulaðihjúp sem ég bræddi yfir vatnsbaði og Reeses kubbum.

IMG_20150427_170604

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

„Pítsa“ úr kjúllabringum

 IMG_20150423_200434IMG_20150423_200532

Mér fannst þetta alveg hrikalega gott, mikið bragð og ferskt með salatinu. Mæli hiklaust með að þið prufið þetta og um að gera að setja það sem hver og einn vill á bringurnar. 

Uppskrift:

 • 2 – 3 kjúllabringur
 • Svartur pipar
 • Ítölsk hvítlauksjurtablanda / Eðal hvítlaukssalt frá Pottagöldrum
 • Pestó
 • Sveppir
 • Parmesan ostur
 • Rifin ostur
 • Kirsuberjatómatar
 • Spínat
 • Paprika

IMG_20150423_200637IMG_20150423_200708

IMG_20150423_200615IMG_20150423_200553

Byrjið á því að hita bökunarofninn í 200°C og setja á blástur. Næst kveikti ég á eldavélinni, pönnuna á og smá olíu. Til að fá kjúllabringurnar flatar þá lamdi ég þær vel með buffhamar (með pinnahliðinni) og kryddaði þær báðum megin með svörtum pipar og hvítlaukskryddi áður en ég skellti þeim á pönnuna. Steikti báðar hliðarnar í ca. 2 mín á hvorri hlið, fer eftir því hvað pannan er heit. Þar næst setti ég bökunarpappír á plötu og skellti bringunum ofan á. Setti ca. 1 & 1/2 tsk af pestó á hvora bringu, 2 sveppi, parmesan ost og rifin ost eftir smekk. Líka mjög gott að steikja smá beikon eða sætar kartöflur og setja ofan á bringurnar. Þetta fer svo inn í ofn í ca. 7-10 min, fylgist bara vel með þeim. Þegar bringurnar eru eldaðar í gegn þá er óhætt að kippa þeim út og setja spínatið, tómatana og paprikuna yfir. Ég stráði líka smá meiri parmesan osti yfir.
Ég bjó einungis til tvær bringur fyrir okkur tvö, hefði mátt gera aðra í viðbót svo ég mæli með því að gera þrjár ef það á að elda fyrir tvo.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Mars ostakaka

IMG_20150321_183457

EIns og þið hafið kannski tekið eftir á blogginu hjá mér þá er ég mikið fyrir rice krispies og karamellu, þessi tvenna getur hreinlega ekki klikkað. Mig langaði að prufa að blanda því saman við ostaköku og kom líka bara svona glimrandi vel út. Mæli hiklaust með þessari, hún er ljúffeng.

Botn:

 • 80 gr smjörlíki
 • 100 gr suðusúkkulaði
 • 1 lítið mars stykki
 • 3 msk sýróp
 • 150 gr rice crispies

Þessu er öllu blandað saman við vægan hita í potti. Ég set alltaf bökunarpappír ofan i formið til þess að auðvelda mér að losa botninn frá og til þess að fá kantinn á botninum þá þrýsti ég rice krispiesinu lítilega til hliðar.

Ostakaka:

 • 220 gr rjómaostur
 • 250 ml rjómi (þeyttur)
 • 2 lítil mars stykki
 • 1 tsk vanillusykur

Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Hrærið rjómaostinn vel, blandið síðan rjómanum saman við og hrærið þar til þetta er orðið vel blandað saman. Bætið síðan einni tsk af vanillusykrinum. Bræðið marssúkkulaðið við vægan hita í potti með smá rjóma út í. Kælið þetta síðan í smá stund áður en þið bætið saman við ostablönduna.

IMG_20150321_183829

Ofan á bræddi ég eitt lítið mars með smá rjóma og skvetti yfir kökuna. Skar einnig niður nokkur jarðaber og 2 lítil marsstykki fyrir skreytingar.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir