Ein sumarleg og góð!

IMG_20150225_152304

Í skammdegisþunglyndinu ákvað ég að skella í eina einfalda og sumarlega. Þessi er hrikalega góð og létt. Mæli eindregið með að þið prufið þessa, tekur enga stund að útbúa.

Botn:

  • 70 gr smjörlíki
  • 100 gr Góa kúlur
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 2 – 3 msk sýróp
  • 150 gr rice krispies

Skellið smjörlíkinu, Góa kúlunum, suðusúkkulaðinu og sýrópinu saman í pott. Þegar allt er orðið vel bráðið þá má taka pottin af hitanum og skella rice krispies saman við, því er blandað vel saman við með sleikju. Þetta er svo sett í kökuform, ég setti bökunarpappír í botninn til þess að kakan myndi losna vel úr, og skellt inn í kæli.

Ofan á:

  • 250 ml rjómi
  • 2 -3 Toffe Crisp súkkulaðistk
  • Jarðaber
  • 50 gr góa kúlur (+ rjómasletta)

Þeytið rjómann og blandið toffe crisp súkkulaðinu saman við, ég skar súkkulaðið frekar gróft. Síðan bræddi ég Góa kúlur með smá rjóma í potti og sletti vel yfir kökuna. Skreytti síðan með jarðaberjum.
Fullkomin samsetning!

IMG_20150225_161922

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Bolludagsbollur

IMG_20150213_153708

Í tilefni bolludags á morgun þá skellti ég í bollur núna á föstudaginn. Bjó til karamellubollur og oreobollur sem voru báðar alveg hrikalega góðar.

Vatnsdeigsbollur:

  • 170 gr íslenskt smjör
  • 4 dl vatn
  • 250 gr fínmalað spelt (má nota venjulegt hveiti)
  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft (má einnig nota venjulegt)
  • 6 egg

IMG_20150215_131806

Byrjið á því að hita vatnið og smjörlíkið saman þar til það fer að sjóða en þá er potturinn tekin af hitanum og hveitinu og lyftiduftinu bætt saman við og hrært vel þar til deigið er orðið slétt og fínt. Látið deigið kólna í smá stund áður en þið bætið eggjunum við. Ég skelti öllum eggjunum saman í skál og sló þeim saman með gaffli, bætti þeim síðan hægt og rólega saman við deigið og hrærði með handþeytara á meðan. Deigið er þá klárt og hægt er að setja það á plötu með skeið en ég notaði sprautupoka til að fá fallegra lúkk á þær. Hitið ofnin í 200°C og bakið í ca. 25 – 30min, passið ykkur á að opna ekki ofnin fyrr en í fyrsta lagi eftir 25min. Bollurnar eru klárar þegar þær eru orðnar fallega gullinbrúnar.

Karamellubollur:

IMG_20150215_131929

  • 250 ml rjómi (þeyttur)
  • hálfur poki af karamellu Nóa Kropp
  • slatti af niðurskornum jarðaberjum.
  • 100 gr karamellu pipp
  • karamellu kurl frá Nóa Síríus

IMG_20150215_132335

IMG_20150215_132305

Ég skar jarðaberin smátt og muldi nóa kroppið niður með buffhamar, bætti þeim svo út í þeytta rjóman og blandaði því vel saman við. Þessu er svo skellt í millið á bollunum. Ég bræddi síðan karamellu pippið með smá rjóma og skellti ofan á bollurnar og skreytti með karamellukurlinu.

IMG_20150215_131842

Oreobollur:

IMG_20150215_132147

  • Heill pakki af Royal súkkulaðibúðing
  • 500 ml mjólk
  • Heill pakki af oreo kexi
  • 200 gr Oreo milka súkkulaði

IMG_20150215_132501

IMG_20150215_132619

IMG_20150215_132549

Byrjið á því að hræra í súkkulaðibúðingin og henda honum inn í kæli í ca. 20 – 30min eða þar til hann er orðin stífur. Ég skar Oreokexið smátt niður og bætti því svo saman við súkkulaðibúðinginn og fer þess blanda í millið á bollunum. Ofan á bræddi ég svo 150 gr milka oreo súkkulaði með smá rjóma og skreytti svo með restinni af súkkulaðinu.

IMG_20150215_132030

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Græn bomba

IMG_20150208_151754

IMG_20150208_151851

Þessi er of góður eftir sukk gærdagsins, ferskur og klárlega hollur.

Innihald:

  • Slatti af spínati (ég setti spínat upp að hálfum blandaranum).
  • 2 lítil avocado
  • 2 kiwi (tek hýðið af og sker í fernt).
  • 300 ml vatn (fer eftir smekk hvers og eins).
  • 2 msk chia fræ (má sleppa).
  • 5 muldir klakar

Þessu skelli ég öllu saman í blandarann. Mér finnst gott að láta blandarann ganga í smá stund svo það verði ekki neinir kekkjir eftir. Ef þið eigið þá er líka gott að setja smá af ferskum eða frosnum mango í þennan.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Bóndadagssæla

IMG_20150125_111859

IMG_20150125_111816

Mig langaði að gera einhvern eftirétt með steikinni á bóndadaginn og fékk þá þessa hugmynd. Þessi uppskrift er fyrir 2 – 3, þannig ef þið ætlið að búa til fyrir fleiri þá mæli ég með því að tvöfalda uppskriftina. Okkur fannst þessi réttur hrikalega góður og mun ég alveg klárlega gera hann aftur. Mjög auðvelt og tekur alls ekki langan tíma að útbúa.

Súkkulaðimús:

  • 250 ml rjómi
  • 60 gr íslenskt smjör
  • 200 gr 70% nóa síríus súkkulaði
  • 2 egg
  • 1 tsk vanillusykur

Gott er að byrja á því að þeyta rjóman og á meðan hann þeytist að bræða súkkulaðið og smjörið saman í potti. Leyfið súkkulaðinu að kólna pínu áður en þið skellið eggjunum út í. Byrjið á að setja eitt egg og hrærið svo, ég hrærði bara varlega með gaffli og bætti síðan síðara egginu út í ásamt vanillusykrinum. Þegar búið er að hræra þessu öll saman þá er súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman við stífþeyttan rjóman, ég setti fyrst helming og blandaði saman mjög varlega með sleikju og skellti síðan restinni út í. Þá er súkkulaðimúsin klár og gott að geyma hana inn í ísskáp á meðan þið framkvæmið hitt.

Jógúrt og nammi:

  • 3/4 dós af grískri jógurt ( eða 250 ml rjómi)
  • 150 gr karamellu Nóa Kropp
  • ca. 12 Dumle karamellur
  • Jarðaber sem skraut

Þar sem ég borða ekki rjóma þá notaði ég gríska jógurt en rjómin er eflaust betri fyrir þá sem finnst hann góður. Ég byrjaði á því að bræða dumle karamellurnar með smá rjóma, við vægan hita í potti. Hrærði síðan grísku jógúrtina og bætti 2 tsk af dumle blöndunni saman við. Í botninn á glasinu setti ég karamellu Nóa Kropp, ég muldi það með því að setja allt í poka og lamdi svo með buffhamri. Ofan á Nóa Kroppið setti ég slatta af súkkulaðimús, ég notaði sprautupoka en líka hægt að setja bara með skeið. Því næst setti ég grísku jógúrtina eða rjóman (fer eftir því hvað þið ákveðið að nota), Nóa Kropp ofan á það og 3 tsk af Dumbleblöndunni. Ofan á þetta fer svo meira af súkkulaðimúsinni, restin af Nóa Kroppinu og Dumle blöndunni. Síðan skreytti ég með nokkrum jarðaberjum.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Nammisprengja !

IMG_20150120_204913

IMG_20150120_204828

Karen vinkona átti afmæli um daginn og ég lofaði henni víst afmælisköku þannig ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti og hanna einhverja nammibombu fyrir hana, sem ég held mér hafi tekist. Nutellarjómi, maltersers, oreo, dumle karamellur og jarðaber! Ég verð eiginlega að baka þessa aftur því ég náði ekki að smakka, en Karen gaf henni góða dóma svo ég held það sé óhætt að mæla með þessari. Það er líka stutt í helgina og nammidagur handan við hornið, þá er þessi tilvalin.

Marengsbotn:

  • 150 gr púðursykur
  • 150 gr sykur
  • 4 eggjahvítur
  • 2 bollar mulið rice krispies
  • 1 bolli karamellukurl frá Nóa síríus

 Stífþeytið eggjahvíturnar, púðursykurinn og sykurinn. Bætið síðan rice krispies og karamellukurli varlega út í með sleikju. Setið í tvö hringlaga form eða á bökunarpappír og bakið við 130°c í ca 50min.

Fylling og toppur:

  • 500 ml rjómi
  • 3 – 4 msk Nutella (eða hvaða súkkulaðismjör sem er)
  • 1 maltersespoki
  • 1 pakki oreo kex
  • Nokkrar dumle karamellur

Þeytið allan rjóman fyrst og bætið síðan nutellanu saman við, rjóminn verður pínu flatari en alls ekki verri. Takið helmingin af rjómanum og dreyfið yfir neðri botninn. Skerið niður hálfan poka af maltersers og hálfan kassa af oreo kexinu, frekar gróft, og dreyfið yfir rjómann. Setið hinn botnin ofan á og restina af rjómanum ofan á hann. Skerið síðan hinn helminginn af malterserspokanum og oreokexpakkanum og dreyfið af vild yfir rjómann. Ég bræddi síðan ca. 6-8 dumble karamellur í potti með smá rjóma og dreyfði vel yfir kökuna. Skreytti síðan með jarðaberjum.

Verði ykkur að góðu.

erlaguðmundsdóttir

Steikt skógarbleikja með sætum kart. og salati

IMG_20150120_205212

IMG_20150120_205245

 Ég elska þessa útgáfu af bleikjunni, steikt á pönnu með nóg af salati og sætum kartöflum. Mamma gerði þessa oft þegar ég bjó heima en ég hafði aldrei þorað að gera sjálf, en það var alveg óþarfa stress þar sem þetta er rosalega einfalt í eldamennsku og tekur alls ekki langan tíma.

IMG_20150120_205345

Sætar kartöflur:

  • 1 heil sæt kartafla
  • Olía
  • Maldon salt
  • Svartur pipar
  • Eðal hvítlauksblanda frá Pottagöldrum

Skar kartöflurnar í bita eins og myndin sínir, hellti smá olíu yfir og kryddaði með maldon salti, svörtum pipar og eðal hvítlauksblöndu. Hitið ofnin í 200°c og eldið í ca. 30 – 40 min. Munið að hræra vel í kartöflunum á svona 10 min fresti.

IMG_20150120_205410

IMG_20150120_205321

Bleikja:

  • 1 gott flak af skógarbleikju (má nota hvaða bleikju sem er)
  • 2 kúfaðar msk fínt spelt
  • lime pipar (frá santa maria)
  • svartur pipar
  • aromat
  • maldon salt

Blandið speltinu og kryddinu saman í skál, ég set ekki neinar mælieiningar fyrir kryddið en setið vel af lime- og svarta piparnum, annars er það bara smekksatriði. Veltið bitunum upp í blöndunni og skellið á heita pönnu með smá olíu. Ég byrja á því að steikja bitana þeim megin sem roðið er svo að auðvelt sé að fjarlægja roðið af eftir steikingu. Steikið báðum megin í ca. 4 – 5 min eða þar til fiskurinn er farin að brúnast örlítið og þá er hann tekin af pönnunni, roðið tekið af og hann penslaður með agave sýrópi.

Í salatið notaði ég spínat, mangó, vínber, jarðaber, papriku og kirsuberjatómata. Það má að sjálfsögðu setja hvað sem er í salatið. Ég var einnig með hunangssólblómafræ en þau gerði ég með því að setja 4 tsk af hunangi á pönnu og ca. 2 – 3 msk af sólblómafræjum og lét það brúnast á pönnunni. Þessu er svo dreift yfir salatið.

Mæli eindregið með því að þið prufið þessa útgáfu, hvort sem þið borðið bleikju eða ekki.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Pipp ostakaka

IMG_20150108_105047

IMG_20150108_105254

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs og takk kærlega fyrir að fylgjast með blogginu mínu allt seinasta ár, búið að vera mjög skemmtilegt að sjá hvað margir lesa bloggið.
Eeen, nýtt ár þýðir bara enn fleiri uppskriftir og þessi er svo sannarlega ekki af verri endanum.

Ég er piparmyntupipp fíkill. Sama hvað ég innbyrði mikið af því, þá held ég að ég geti ekki fengið ógeð. Mig var búið að langa lengi að prufa að gera ostaköku með súkkulaðinu og ákvað að prufa í gær. Mér finnst hún hrikalega góð og mæli klárlega með því að þið prufið hana, sérstaklega ef þið eruð forfallnir piparmyntupipp fíklar líkt og ég. Hún mun ekki valda ykkur vonbrigðum.

Botn:

  • 1 & 1/2 oreo kexpakki
  • 120 – 150 gr íslenskt smjör (við stofuhita)

Skellið kexinu í matvinnsluvél og þegar það er klárt bætið þið við smjörinu. Ég setti 150 gr af smjöri en ég mæli með að byrja að setja ca. 120 gr og síðan bæta við ef ykkur finnst vanta uppá. Ég klippti síðan smjörpappír til að setja í botnin á kökuforminu, en ég notaði 24cm form, til þess að auðvelt væri að losa oreobotnin úr forminu. Geymdi þetta í kæli í ca. 1 & 1/2 klst og fjarlægði þá smjörpappírinn og setti oreobotnin ofan í bert kökuformið.

Fylling:

  • 225 gr philadelphia rjómaostur
  • 250 ml rjómi (þeyttur)
  • 1 tsk vanillusykur
  • 2 tsk kakó (ég notaði frá nóa síríus)
  • 200 gr piparmyntupipp Nóa
  • 2 tappar piparmyntudropar

Ég byrjaði á því að þeyta rjóman og setti hann til hliðar á meðan ég hrærði rjómaostin. Blandaði rjómanum saman við rjómaostin og bætti síðan við vanillusykrinum, kakóinu og piparmyntudropunum. Á meðan þetta blandaðist saman í hrærivélinni þá bræddi ég 100 gr pipp með smá rjómaslettu út í, lét það kólna pínu og blandaði svo saman við fyllinguna. Mig langaði að hafa smá nammi í kökunni svo ég skar niður 100 gr pipp, frekar smátt, og blandað saman við með sleikju. Það má sleppa því, en ég mæli hinsvegar með því að hafa það með. Þessu er svo skellt ofan á oreobotnin og geymt í kæli í nokkrar klst þar til kakan er orðin stíf og hægt er að losa hana úr forminu. Ég skreytti síðan með smá bræddum súkkulaðidropum, pippi og jarðaberjum.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Lionbar smákökur

IMG_20141211_224713

Þessa uppskrift eiga eflaust margir og baka fyrir hver jól. Þær eru alveg rosalega góðar og klárast mjög fljótt. Þessi uppskrift gefur alveg þó nokkrar kökur en ég myndi tvöfalda hana ef hún á að duga út jólin eða lengur. Mæli hiklaust með því að prufa þessar ef þið hafið ekki gert það nú þegar, þær eru mjög góðar.

Uppskrift:

  • 150 gr púðursykur
  • 100 gr smjörlíki (við stofuhita)
  • 1 egg
  • 150 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 tappi vanilludropar
  • 150 gr lion bar
  • 100 gr suðusúkkulaði
  • 60 gr hesilhnetur (hakkaðar)

Hrærið smjörið og púðursykurinn vel saman og bætið síðan egginu við. Því næst er hveiti, matarsóda, salti og vanilludropum bætt við og hrært vel saman við. Seinast fer súkkulaðið, lionbarið og hneturnar út í. Gott að blanda með sleif eða setja hrærivélina á lægsta. Þetta bakast svo á 180°C í ca. 8-10 min. Ég bakaði mínar í 8min og það var alveg nóg. Mæli með að þið takið kúfulla teskeið og búið til kúlur, það er góð stærð á kökunum.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Hnetusmjörskökur

IMG_20141209_165207

Þessir hafa alltaf verið bakaðir heima frá því að ég man eftir mér. Uppáhalds jólakökurnar hans pabba. Ég man mér fannst alltaf lang skemmtilegast að hjálpa mömmu að baka þessar því ég fékk alltaf að setja súkkulaðidropana á, já það þurfi lítið til að gleðja mann. Mér fannst vanta smá jólafílingin heima í Reykjavík svo ég ákvað að taka mér smá pásu frá lærdóm og baka nokkrar sortir. Nú sit ég með glósurnar og nokkrar hnetusmjörskökur við hliðina á mér, gerir lærdóminn svo sannarlega betri.

Uppskrift:

  • 2 bollar púðursykur
  • 125 gr smjörlíki (við stofuhita)
  • 1 bolli crunchy hnetusmjör (ég notaði frá Himneskri hollustu)
  • 1 egg
  • 2 msk mjólk
  • 1 tappi vanilludropar
  • 2 bollar hveiit
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • Súkkulaðidropar frá mónu (dökkir)

Byrjum á því að skella púðursykri og smjörlíki saman í skál og hrærum það saman í smá stund. Síðan er hnetusmjörinu bætt við og hrært örlítið saman við. Því næst er öllu hráefninu bætt út í. Ath. súkkulaðidroparnir fara ekki út í deigið. Þegar deigið er klárt þá bý ég til litlar kúlur og skelli á bökunarpappír og set svo súkkulaðidropana ofan á. Passið ykkur á að ýta þeim ekki mikið niður því þá geta kökurnar orðið of flatar. Gott að rétt ýta súkkulaðidropunum á kúlurnar og skella þeim svo inn í ofn. Bakist við 180°C í ca. 8-10 min.

IMG_20141209_165407

IMG_20141209_165434IMG_20141209_165334

IMG_20141209_165305

Þessir eru geðveikir með glasi af ísskaldri mjólk.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmundsdóttir

Dásamlegir lakkrístoppar.

IMG_20141116_192948

IMG_20141116_182934

Ég elska lakkrístoppa og þeir hafa alltaf verið uppáhalds jólakökurnar mínar. Þeir eiga það til að hverfa á einum degi. Ég ákvað að gera þessa pínu stærri en vanalega og það kom mjög vel út. Þeir brögðuðust guðdómlega vel og lúkkuðu einnig. Ég get ekki beðið eftir því að byrja jólabaksturinn eftir prófin og deila uppskriftum með ykkur. En hér kemur uppskrift ef þessari dásemd.

Uppskrift:

  • 200 gr púðursykur
  • 3 eggjahvítur
  • 150 gr kókosmjöl
  • 150 gr Síríus súkkulaði m/ núggat (gróft saxað).
  • 150 gr lakkrískurl frá Nóa Síríus

Þeytið sykurinn og eggjahvíturnar vel saman, þar til stífþeytt. Bætið við kókosmjölin og hrærið á litlum hraða. Næst bætið þið við lakkrískurlinu og súkkulaðinu með sleikju. Ég skellti deiginu inn í ísskáp í ca. 20mín til þess að fá það aðeins stífara og það virkaði vel. Stillið ofnin á 180°c og bakið í ca. 9 – 10min.

IMG_20141116_192846

IMG_20141116_192923

Ég bræddi síðan dökkan súkkulaðihjúp frá Nóa Síríus með smá rjómaslettu út í, yfir vægum hita í potti og skreytti kökurnar.

Verði ykkur að góðu

erlaguðmunsdóttir